Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:02 Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt. Umræður um skólakerfið okkar síðustu mánuði hafa sýnt áþreifanlega þann metnað og áhuga sem skólamál vekja í íslensku samfélagi. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að kröfur til kerfisins séu ríkar. Það er ekki síður mikilvægt að þeim sé ætlað að finna sameiginlegar lausnir allra en ekki benda á einhvers konar „sökudólg“ hvort sem það eru ákveðnir nemendahópar, kennsluaðferðir eða námsmat. Íslenskt skólastarf byggir á grunni námsskráa og laga um hvert skólastig. Þær námskrár eiga rætur að rekja til ársins 2008. Þá voru áherslur færðar í átt til mats á hæfni nemenda – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólaaldurs. Það var gert í ljósi umræðu um samfélag sem vildi ná betur utan um alla einstaklinga en eldri námskrár og matsaðferðir gerðu. Það er sannarlega framfaraskref sem hefur leitt af sér ótrúlega skólaþróun um allt samfélagið! Suðupottur menntunar á Íslandi er fjölbreyttur eins og birtist í umræðu um hvernig best verði lagt mat á árangur, áherslu á verk- og iðngreinanám, auknar kröfur um íslenskunám fyrir börn með erlend móðurmál og auðvitað hátt hlutfall íslenskra ungmenna sem sækja sér háskólanám eða sambærilega menntun. Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum. Ný aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030, sem mennta- og barnamálaráðherra lagði fram í júní, er smíðuð í samráði stjórnvalda, fulltrúa KÍ og annarra hagaðila menntunar. Þessi þríhyrningur á sér líka alþjóðlega stoð. Nýlega birt skýrsla frá OECD sýnir að lönd sem byggja stefnu á reglulegu samráði ná betri árangri og búa við minni mun á milli hópa nemenda. Sama stofnun mælir beinlínis með því að Ísland haldi áfram að virkja fagfólk og foreldra við t.d. útfærslu matsferils, einföldun námskrár og tungumálastuðning fjöltyngdra barna, því slíkt skapi „sameiginlega ábyrgð á niðurstöðum“. Árangur næst með samtali Það skref í Menntastefnu til 2030 sem nú hefur verið markað til ársins 2027 sækir inn í þennan grunn og er gríðarlega mikilvægur þáttur í að ná enn betri árangri í skólastarfi sem byggist á fagmennsku og stöðugleika. Það ríkir mikill samhljómur milli þeirra atriða sem ráðherra hefur nú lagt til og byggja á því samráðsferli sem áður hefur verið nefnt sem og þeim möguleikum til úrbóta sem OECD leggur til í sinni úttekt á íslensku skólakerfi. Árangur næst aðeins þegar hagaðilar skólakerfisins tala saman, með gagnkvæmu trausti, um alla þætti skólastarfs. Þegar við sem foreldrar eigum samskipti við kennara og skóla barnsins okkar og allt til þess þegar talsmenn stjórnvalda eru í samskiptum við fulltrúa ólíkra skólagerða um kerfið. Þegar við eigum samskipti við fulltrúa þeirra sem leiða vinnuna, kennara, ráðgjafa og stjórnendur á vettvangi ólíkra skólagerða – hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samtölum. Það samtal sem leiðir til mestra heilla er það sem tekið er með „opnum lófa“ samráðs og samvinnu, þar sem horft er til þess sem vel er gert og það styrkt samhliða því að finna út hvar betur er hægt að gera og koma sér saman um leiðir til þess. Mennta- og barnamálaráðherra hefur verið mjög skýr um að það séu þau vinnubrögð sem hann muni viðhafa á næstunni. Fram undan er vinna þar sem metin verður staða mismunandi þátta innan skólanna og lagðar fram sameiginlegar hugmyndir að úrbótum. Mótum menntakerfi í sameiningu Kennarasambandið mun standa vörð um virkt samtal sem tekur til allra skólagerða; leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskóla, því reynslan sýnir að þar, sem allir hagaðilar hlusta hver á annan, þrífst lærdómur. Sú leið skilar okkur miklu lengra í átt til enn betra skólastarfs og það er mjög ánægjulegt að finna sterkan samhljóm með mennta- og barnamálaráðherra, byggðan á metnaði og því að gera betur. Ég hvet bæjar- og sveitarstjórnir, foreldrafélög, nemendur, fulltrúa atvinnulífs og aðra haghafa til að taka sér sess í samtalinu með okkur og ráðuneytinu. Sameiginlegt verkefni íslensks samfélags er að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Þátttakendur þess samtals munu móta framtíð íslensks skólastarfs í sameiningu, út frá þeim áherslum sem verður framtíð okkar allra, samfélaginu til mestra heilla. Það viljum við öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt. Umræður um skólakerfið okkar síðustu mánuði hafa sýnt áþreifanlega þann metnað og áhuga sem skólamál vekja í íslensku samfélagi. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að kröfur til kerfisins séu ríkar. Það er ekki síður mikilvægt að þeim sé ætlað að finna sameiginlegar lausnir allra en ekki benda á einhvers konar „sökudólg“ hvort sem það eru ákveðnir nemendahópar, kennsluaðferðir eða námsmat. Íslenskt skólastarf byggir á grunni námsskráa og laga um hvert skólastig. Þær námskrár eiga rætur að rekja til ársins 2008. Þá voru áherslur færðar í átt til mats á hæfni nemenda – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólaaldurs. Það var gert í ljósi umræðu um samfélag sem vildi ná betur utan um alla einstaklinga en eldri námskrár og matsaðferðir gerðu. Það er sannarlega framfaraskref sem hefur leitt af sér ótrúlega skólaþróun um allt samfélagið! Suðupottur menntunar á Íslandi er fjölbreyttur eins og birtist í umræðu um hvernig best verði lagt mat á árangur, áherslu á verk- og iðngreinanám, auknar kröfur um íslenskunám fyrir börn með erlend móðurmál og auðvitað hátt hlutfall íslenskra ungmenna sem sækja sér háskólanám eða sambærilega menntun. Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum. Ný aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030, sem mennta- og barnamálaráðherra lagði fram í júní, er smíðuð í samráði stjórnvalda, fulltrúa KÍ og annarra hagaðila menntunar. Þessi þríhyrningur á sér líka alþjóðlega stoð. Nýlega birt skýrsla frá OECD sýnir að lönd sem byggja stefnu á reglulegu samráði ná betri árangri og búa við minni mun á milli hópa nemenda. Sama stofnun mælir beinlínis með því að Ísland haldi áfram að virkja fagfólk og foreldra við t.d. útfærslu matsferils, einföldun námskrár og tungumálastuðning fjöltyngdra barna, því slíkt skapi „sameiginlega ábyrgð á niðurstöðum“. Árangur næst með samtali Það skref í Menntastefnu til 2030 sem nú hefur verið markað til ársins 2027 sækir inn í þennan grunn og er gríðarlega mikilvægur þáttur í að ná enn betri árangri í skólastarfi sem byggist á fagmennsku og stöðugleika. Það ríkir mikill samhljómur milli þeirra atriða sem ráðherra hefur nú lagt til og byggja á því samráðsferli sem áður hefur verið nefnt sem og þeim möguleikum til úrbóta sem OECD leggur til í sinni úttekt á íslensku skólakerfi. Árangur næst aðeins þegar hagaðilar skólakerfisins tala saman, með gagnkvæmu trausti, um alla þætti skólastarfs. Þegar við sem foreldrar eigum samskipti við kennara og skóla barnsins okkar og allt til þess þegar talsmenn stjórnvalda eru í samskiptum við fulltrúa ólíkra skólagerða um kerfið. Þegar við eigum samskipti við fulltrúa þeirra sem leiða vinnuna, kennara, ráðgjafa og stjórnendur á vettvangi ólíkra skólagerða – hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samtölum. Það samtal sem leiðir til mestra heilla er það sem tekið er með „opnum lófa“ samráðs og samvinnu, þar sem horft er til þess sem vel er gert og það styrkt samhliða því að finna út hvar betur er hægt að gera og koma sér saman um leiðir til þess. Mennta- og barnamálaráðherra hefur verið mjög skýr um að það séu þau vinnubrögð sem hann muni viðhafa á næstunni. Fram undan er vinna þar sem metin verður staða mismunandi þátta innan skólanna og lagðar fram sameiginlegar hugmyndir að úrbótum. Mótum menntakerfi í sameiningu Kennarasambandið mun standa vörð um virkt samtal sem tekur til allra skólagerða; leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskóla, því reynslan sýnir að þar, sem allir hagaðilar hlusta hver á annan, þrífst lærdómur. Sú leið skilar okkur miklu lengra í átt til enn betra skólastarfs og það er mjög ánægjulegt að finna sterkan samhljóm með mennta- og barnamálaráðherra, byggðan á metnaði og því að gera betur. Ég hvet bæjar- og sveitarstjórnir, foreldrafélög, nemendur, fulltrúa atvinnulífs og aðra haghafa til að taka sér sess í samtalinu með okkur og ráðuneytinu. Sameiginlegt verkefni íslensks samfélags er að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Þátttakendur þess samtals munu móta framtíð íslensks skólastarfs í sameiningu, út frá þeim áherslum sem verður framtíð okkar allra, samfélaginu til mestra heilla. Það viljum við öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun