Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar 16. júlí 2025 09:02 Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Matthías Arngrímsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum. Traustir innviðir sem nýtast allt árið skipta miklu máli Að fljúga frá öðrum flugvelli „einhvers staðar“ frá myndi auka kostnað nemenda töluvert og auka líkur á því að flugnemar færu erlendis. Eftir því sem réttindin aukast og námið þyngist, eins og t.d. með fjölhreyflaáritun og blindflugsáritun þá eru litlir flugvellir úti á landi ekki gerðir fyrir slíkt. Tveggja hreyfla flugvélar þurfa lengri flugbrautir, meira rými og blindaðflugsbúnað sem er aðeins að finna á áætlunarflugvöllum þar sem blindaðflug eru til að komast örugglega milli staða í takmörkuðu skyggni og skýjahæð. Þannig flug kallast blindflug. Þar er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir allt flug í landinu sem varaflugvöllur fyrir hina áætlunarflugvellina. Þeir sem reka sjúkraflugið þurfa líka reglulega á nýjum flugmönnum að halda. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur fyrir gæði flugnáms á Íslandi.Matthías Arngrímsson Hagfræðin í fluginu Flugskólarnir eru mikilvægir fyrir þjóðarbúið og því er nauðsynlegt að þeir fái að þrífast við góðar aðstæður og fái þann stuðning frá ráðuneytum, Samgöngustofu og Isavia svo starfsemin vaxi og dafni. Höfum í huga að fyrir hverja einustu krónu sem íslenska ríkið setur í flugið og innviði sem snertir þann málaflokk þá skilar það sér með hárri ávöxtun gegnum skatttekjur í störfum og rekstri í fluggeiranum. Til frekari fróðleiks, Í skýrslu um Félagshagfræðilega greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands, sem Innanríkisráðuneytið gaf út árið 2014 kemur fram að flugvallarkerfið er í heild sinni þjóðhagslega arðbært. Í niðurstöðum kostnaðar-/ábatagreiningar var ábati af innanlandsflugvallakerfinu á landsbyggðinni metinn um 70,8 milljarðar króna miðað við arðsemistímann 2013-2053. Þjóðhagslegur ávinningur samfélagsins af útgjaldakrónu hins opinbera til flugvallanna og flugsins í heild er 1,48 kr, þ.e. þjóðhagsleg arðsemi fjárfestingarinnar í flugvallakerfinu og fluginu á landsbyggðinni umfram útgjöld er 48%. Ætti það að teljast mjög ábyrg ráðstöfun á almannafé. Flug skiptir verulegu máli fyrir hagvöxt og atvinnusköpun landsins og er mikilvæg stoð í hagkerfinu. Það má einnig minna á skýrslu Oxford Economics frá árinu 2012 um flugstarfsemi á Islandi. Þar kemur fram að flugrekstur hefur veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og stóð þá undir 6,6% af landsframleiðslu. Eftir mikinn vöxt síðustu ára má telja að framlagið sé nú að nálgast mun hærri prósentu miðað við sömu forsendur. Reiknað var með um 13% árið 2020. Í nálægum löndum liggur þetta hlutfall í kringum 2-3%. Til að tryggja flugnemum gott aðgengi að flugkennurum þarf líka að gera flugkennarnámið lánshæft, rétt eins og aðra kennaramenntun í landinu. Það tryggir nýliðun í stéttinni og hraðar „framleiðslu“ nýrra flugmanna. Flugkennararéttindi kosta 1,5 milljónir í dag. Enn ríkari ástæður til að efla flugkennslu í landinu og starfsemi grasrótarinnar. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar