„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júlí 2025 12:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stöðuna alvarlega. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira