Er Trump að gefast upp á Pútín? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2025 06:50 Trump virðist vera að komast á þá skoðun að það sé lítil innistæða fyrir fagurgala Pútín. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“. „Hann er alltaf voða indæll en svo reynist engin innistæða fyrir því,“ sagði Trump. Forsetinn sagðist vera að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum og ítrekaði að Bandaríkjamenn hygðust senda meira af vopnum til Úkraínu. Trump sagði Pútín hafa valdið sér vonbrigðum. Úkraínumenn eru sjálfir sagðir hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fyrirhugað innihald nýrra vopnasendinga en Trump sagðist í gær myndu sjá þeim fyrir tíu Patriot eldflaugum. Þeim hafði áður verið lofað 30 slíkum. Embættismenn í Úkraínu sögðust engu að síður þakklátir fyrir þá ákvörðun Bandaríkjaforseta að fresta ekki öllum vopnasendingum eins og áður hafði verið tilkynnt. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segist nú bíða eftir staðfestingu á því hvaða vopn þeir myndu fá en fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur hvað þetta varðaði. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð í síðustu viku, eftir símtal Pútín og Trump en Trump átti í kjölfarið samtal við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta á föstudag, sem síðarnefndi sagði eitt besta samtal sem þeir hefðu átt. Þrátt fyrir brösuleg samskipti og forkastanlegar móttökur sem Selenskí fékk í Hvíta húsinu fyrr á árinu hefur Selenskí farið fögrum orðum um framgöngu Trump í að miðla málum. Úkraínumenn hafa samþykkt tillögur Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé en Rússar haldið fast í ýtrustu kröfur sínar um landvinninga í Úkraínu og afturhvarf Atlantshafsbandalagsins frá bæjardyrum sínum. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
„Hann er alltaf voða indæll en svo reynist engin innistæða fyrir því,“ sagði Trump. Forsetinn sagðist vera að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum og ítrekaði að Bandaríkjamenn hygðust senda meira af vopnum til Úkraínu. Trump sagði Pútín hafa valdið sér vonbrigðum. Úkraínumenn eru sjálfir sagðir hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með fyrirhugað innihald nýrra vopnasendinga en Trump sagðist í gær myndu sjá þeim fyrir tíu Patriot eldflaugum. Þeim hafði áður verið lofað 30 slíkum. Embættismenn í Úkraínu sögðust engu að síður þakklátir fyrir þá ákvörðun Bandaríkjaforseta að fresta ekki öllum vopnasendingum eins og áður hafði verið tilkynnt. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segist nú bíða eftir staðfestingu á því hvaða vopn þeir myndu fá en fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur hvað þetta varðaði. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð í síðustu viku, eftir símtal Pútín og Trump en Trump átti í kjölfarið samtal við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta á föstudag, sem síðarnefndi sagði eitt besta samtal sem þeir hefðu átt. Þrátt fyrir brösuleg samskipti og forkastanlegar móttökur sem Selenskí fékk í Hvíta húsinu fyrr á árinu hefur Selenskí farið fögrum orðum um framgöngu Trump í að miðla málum. Úkraínumenn hafa samþykkt tillögur Bandaríkjanna um 30 daga vopnahlé en Rússar haldið fast í ýtrustu kröfur sínar um landvinninga í Úkraínu og afturhvarf Atlantshafsbandalagsins frá bæjardyrum sínum.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira