Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir, Bjarni Gíslason, Gísli Rafn Ólafsson, Sigríður Schram, Stella Samúelsdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 8. júlí 2025 13:32 Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeirri skelfingu sem ríkir á Gaza. Mannúðarsamtök hafa þó gert tilraunir til þess að finna orð. Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins hefur sagt ástandið á Gaza verra en helvíti og segir mannkynið hafa brugðist. Talsmaður UNICEF hefur kallað Gaza grafreit barna. Framkvæmdastýra UN Women hefur sagt fordæmalausa eyðileggingu rigna yfir íbúa Gaza. Framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla hefur líkt lífi allra barna á Gaza við lifandi martröð. Þá hefur Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, sent frá sér ákall þar sem þess er krafist að hjálparsamtök sjái um mataraðstoð undir stjórn Sameinuðu þjóðanna með þeim orðum að val fólksins á Gaza eigi ekki að snúast um að svelta eða að eiga það á hættu að verða skotið til bana í bið eftir mat. Mannúðarsamtök á við okkar hafa ítrekað varað við afleiðingum þess að alþjóðleg mannúðarlög missi gildi sitt. En við fáum litlu breytt. Hryllingurinn vex dag frá degi og ekki nokkur orð virðast hreyfa við alþjóðasamfélaginu sem horfir á tortímingu samfélags í beinni útsendingu. Þrátt fyrir það höldum við áfram að reyna, framtíð okkar allra veltur á því. Við viljum ekki heim þar sem alþjóðleg mannúðarlög gilda bara fyrir suma. Ef einstaka ríkjum leyfist að brjóta reglurnar, þá hriktir í öllum grunnstoðum mannúðarlaga. Beiting alþjóðalaga eftir hentugleika ýtir undir þjáningar og refsileysi og grefur undan trausti milli fólks og ríkja. Þannig glata alþjóðleg mannúðarlög verndarhlutverki sínu. Alþjóðleg mannúðarlög eru skýr. Almennir borgarar eru ekki skotmörk. Konur og börn njóta sérstakrar verndar. Hjálparstarfsfólk skal njóta verndar sem og heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir. Það sama á við um alla aðra borgaralega innviði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum verður að leyfa greiðan, óheftan og skjótan flutning neyðaraðstoðar. Alþjóðleg mannúðarlög leggja auk þess sérstaka áherslu á varnarleysi almennra borgara á hernumdum svæðum. Hernámsyfirvöldum ber að tryggja aðgang að mat, vatni og læknisþjónustu. Við ætlum ekki að þylja upp tölur yfir fjölda barna og fullorðinna sem hafa verið drepin, fjölda kollega okkar sem hafa verið drepnir við störf, fjölda hjúkrunarstarfsfólks, blaðamanna eða annars fólks sem sinnir lífsnauðsynlegum störfum sem hafa verið drepin. Tölur fá ekki lýst þeim harmleik sem á sér stað á Gaza, þótt sláandi séu. Við ætlum ekki heldur að telja upp fjölda óstarfhæfra innviða á borð við sjúkrahús og heilsugæslur, vatnsveitur og skóla, eða fjölda gjöreyðilagðra heimila. Hvað þá að telja upp þær takmörkuðu vistir er þangað fá að berast. Þessar tölur hafa verið taldar upp ítrekað án mikilla viðbragða. Í stuttu máli, þá er Gaza í rúst og mikill meirihluti strandarinnar óaðgengilegur. Íbúar hrekjast í sífellu á milli staða en þeim er endurtekið gert að rýma stærri og stærri hluta strandarinnar. Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni. Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn. Svona þarf þetta ekki að vera. Alþjóðleg mannúðarlög eiga að fyrirbyggja að við mannfólkið búum til helvíti á jörðu. Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að við stöndum vörð um þessi lög. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Sigríður Schram, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar