Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Trump og Musk hafa eldað saman grátt silfur um nokkurt skeið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira