Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 07:31 Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar