Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 07:31 Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtust fréttir af því að verðlag á mat og drykki sé að jafnaði 44% hærra hérlendis en að meðaltali í ESB. Í framhaldinu var velt upp hinum ýmsu ástæðum verðlags á matvælum á Íslandi. Vert er að taka fram að hér er engin breyting frá því sem áður hefur verið þar sem verðlag á Íslandi hefur alla jafna verið töluvert hærra en gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Það sem skiptir í raun meira máli í þessum samanburði er hvert verðlag á mat og drykk er í samanburði við tekjur og hver hluti þess er í heildarútgjöldum heimilanna. Gefur hlutfallið samanburð á aðgengi heimila að mat og drykk á milli landa út frá tekjum. Þegar hlutfallið er hátt merkir það einfaldlega að matur og drykkur er dýr í samanburði við tekjur. Þegar þá er lágt er því öfugt farið. Þegar horft er til flokksins „matur og óáfengir drykkir“ sem hlutfall af heildarútgjöldum heimilanna hefur Ísland um árabil verið á svipuðu róli og hin Norðurlöndin, og nokkuð undir meðaltali Evrópusambandsins. Þetta þýðir einfaldlega að þó svo matur kosti fleiri krónur hér en almennt gengur og gerist í Evrópu, þá fer svipað hlutfall útgjalda heimilisins til þessa flokks og í hinum Norðurlöndunum. Það helgast meðal annars af því að laun eru almennt hærri hér en gengur og gerist í Evrópu og laun og verðlag matvæla fylgjast að með sambærilegum hætti hér og við sjáum á Norðurlöndunum. Til að glöggva sig enn betur á samspilinu þá er hægt að skoða þau lönd sem raðast í efstu sætin fyrir verðlag matvæla í Evrópu, en það eru sömu lönd og þar sem laun eru hæst. Um árabil hafa þetta verið EFTA löndin þrjú; Ísland, Noregur og Sviss, ásamt Lúxemborg. Fjölmargir áhrifaþættir matvælaverðs Það eru fjölmargar breytur sem hafa áhrif á matvælaverð. Hérlendis má helst nefna hátt launa- og vaxtastig, langar flutningsleiðir aðfanga og vara og litla stærðarhagkvæmni. Þá hafa uppskerubrestir og hökt í aðfangakeðjum erlendis áhrif, bæði á innflutta og innlenda vöru. Til viðbótar má einnig nefna að virðisaukaskattur á matvæli á Íslandi er 11%, sem er hátt í alþjóðlegum samanburði og ívið hærri en í öðrum Evrópulöndum, sem eðlilega skilar sér í hærra verði til neytenda. Breytingar þar á, t.a.m. lækkun virðisaukaskatts á matvæli, gæti þannig verið búbót fyrir tekjulág og efnaminni heimili. Enn annar áhrifaþáttur er álögur og gjöld. Sem dæmi um slíkt hækkuðu eftirlitsgjöld á íslenska matvælaframleiðendur um 30% þann 1. júlí síðastliðinn. Var þar um ákvörðun atvinnuvegaráðherra að ræða og engar kröfur gerðar á Matvælastofnun að hagræða til að halda niðri kostnaði við eftirlit. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að lesa aðsenda grein atvinnuvegaráðherra hér á Vísi um daginn þar sem ráðherra fjallaði verðlagsþróun matvöru. Þar er fjallað um hækkanir á nokkrum vöruflokkum og velt upp mögulegum ástæðum. Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna vafasamar útskýringar ráðherra á verðlagsþróun á kjöti undanfarið ár. Í greininni gerir atvinnuvegaráðherra að því skóna að úrvinnslufyrirtæki bænda séu að nýta heimildir til hagræðingar, sem fengust með breytingu á búvörulögum í fyrra vor, til að hækka verð út á markað. Það verður að teljast alvarlegt þegar ráðherra landbúnaðarmála slengir slíkum órökstuddum dylgjum fram á opinberum vettvangi. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar að ráðherra í ríkisstjórn Íslands sé með slíka rörsýn á áhrifaþætti verðlagsþróunar kjöts, þá sérstaklega í ljósi þess að það tímabil sem undanþágan hefur verið í gildi hefur verið afar takmarkað og slitrótt vegna dómsmála sem einungis leystist úr í lok maímánaðar síðastliðins. Tillögur til úrbóta Í fyrrnefndri grein atvinnuvegaráðherra tilkynnir ráðherra að búið sé að setja á fót sérstakt markaðs- og neytendateymi innan atvinnuvegaráðuneytisins sem hefur það verkefni að vakta og greina þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi áhrifaþætti til að geta brugðist við með skjótum hætti þar sem hægt er. Fagna ég þessu skrefi ráðherra sem verður vonandi til þess að litið sé til fleiri áhrifaþátta matvælaverðs en gert var í umræddri grein ráðherrans. Vilji ríkisstjórnin leggja sitt á vogarskálarnar til að lækka matvælaverð væri tilvalið að a) fylgja eftir hvatningu úr nýjustu efnahagsskýrslu OECD og skoða lægri skattþrep fyrir matvæli, b) hætta við að leggja auknar álögur á matvælaframleiðslu og hagræða frekar og c) ekki kippa lögum úr sambandi sem veita heimildir til hagræðingar hjá úrvinnslufyrirtækjum bænda. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun