Innlent

Á­rekstur á Kringlu­mýrar­braut

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðsmenn eru að störfum á Kringlumýrarbraut.
Slökkviliðsmenn eru að störfum á Kringlumýrarbraut. Vísir

Árekstur varð laust upp úr klukkan 10 í morgun á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Búast má við töfum á umferð vegna slyssins.

Þetta segir vakthafandi varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir slökkviliðsmenn vera á vettvangi við að hreinsa upp olíu, til þess að koma í veg fyrir frekari slys. Á meðan verði Kringlumýrarbraut lokuð í suðurátt. Umferð á Sæbraut til austurs verði beint um eina akrein.

Hann segir engan hafa verið fluttan á sjúkrahús en sjúkrabíll hafi þó verið sendur á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×