Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 11:18 Hér má sjá nokkra unga Víkinga með bjór í hönd á leik síðasta sumar. Hafi þeir mætt á leikinn í gær gátu þeir ekki endurtekið þann leik. Vísir/Diego Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Umræða um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hefur verið nokkuð hávær undanfarnar vikur og hefur kastljósið helst beinst að leikjum í karlaflokki í úrslitakeppninni í körfubolta og Íslandsmótinu í fótbolta. Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sagði á dögunum ótækt að íþróttafélögin seldu áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum kom fram að nokkur fjöldi félaga á höfuðborgarsvæðinu seldu áfengi án tilskilins leyfi. Ekkert félag hefði leyfi til að selja áfengi utandyra en borið hefur á því að stuðningsmenn hafi sötrað bjór í stúkunni í sumar. 433.is greindi frá því í morgun að aldrei slíku vant hefði bjór ekki verið til sölu í Fossvoginum í gær þar sem Víkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í Bestu deild karla. Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings, segir félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með lögreglu nýlega. Félögin hafi fengið leiðbeiningar um hvaða leyfi þyrftu að vera til staðar fyrir áfengissölu, hvort sem um væri að ræða sölu inni í sal eða utandyra. Umsókn í ferli og vel tekið í bjórleysið Haukur segir Víking með nýja umsókn í ferli en henni þurfi að fylgja jákvæða umsögn frá aðilum á borð við Reykjavíkurborg, lögreglu, slökkviliði og heilbrigðiseftirliti. „Við vildum ekki vera að taka neina óþarfa sénsa á meðan þetta er í ferli,“ segir Haukur um áfengislaust gærkvöldið í Fossvoginum. „Við vonuðumst til að þetta tækist fyrir leikinn en núna vonumst við til að fá svör fyrir næsta heimaleik, sem er Evrópuleikur hjá okkur,“ segir Haukur. Stuðningsmenn í Víkinni í gærkvöldi hafi mætt áfengisleysinu af skilningi. Boðið hafi verið upp á óáfengan bjór fyrir þá sem vildu og einhver sala verið á honum. Sala á veitingum og þar með talið áfengi er ein af leiðum félaganna til að drýgja tekjur sínar og styðja við rekstur knattspyrnudeildanna. Haukur segir lögreglu hafa boðað komu sína á leiki félaga í efstu deild karlamegin. Það var einmitt tilfellið á föstudagskvöldið þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í Garðabænum. Gerðu athugasemdir við ráf bjórþyrstra Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir lögreglu hafa komið á staðinn og gert athugasemdir við að fólk væri með bjór utandyra auk þess sem einhverjir hefðu rölt með bjórinn upp í stúku sem sé ekki leyfilegt. Baldvin segir Stjörnuna vera með leyfi fyrir áfengissölu á Dúllubar og í veislusal sínum en ekki utandyra. Stjarnan ætli að sækja um það leyfi og lögregla sé meðvituð um að sú umsókn sé í ferli. Baldvin segir lögregluna í Hafnarfirði hafa rætt við Stjörnuna og farið yfir leyfismálin. Félagið eigi í góðu samtali við lögregluna um næstu skref fyrir áfengissölu utandyra. Félagið hafi ekki hug á því að leyfa bjórdrykkju í stúkunni en þó þannig að fólk geti á afmörkuðum stöðum á svæðinu verið utandyra fengið sér bjór áður en haldið sé í stúkuna. Við þetta má bæta að Framarar takmörkuðu bjórsölu á leik liðsins við ÍBV í gærkvöldi við veislusal félagsins eftir að hafa heyrt af lögregluheimsókn til Stjörnunnar á föstudagskvöldið. Félagið hefur leyfi fyrir sölu í veislusal sínum en bjórinn hefur verið seldur frammi á gangi í sumar. Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, segist eiga fund með aðstoðaryfirlögregluþjóni á morgun fyrir hönd félagsins svo allt sé á hreinu varðandi áfengissölu á íþróttaleikjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Áfengi Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32 Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hefur verið nokkuð hávær undanfarnar vikur og hefur kastljósið helst beinst að leikjum í karlaflokki í úrslitakeppninni í körfubolta og Íslandsmótinu í fótbolta. Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sagði á dögunum ótækt að íþróttafélögin seldu áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum kom fram að nokkur fjöldi félaga á höfuðborgarsvæðinu seldu áfengi án tilskilins leyfi. Ekkert félag hefði leyfi til að selja áfengi utandyra en borið hefur á því að stuðningsmenn hafi sötrað bjór í stúkunni í sumar. 433.is greindi frá því í morgun að aldrei slíku vant hefði bjór ekki verið til sölu í Fossvoginum í gær þar sem Víkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í Bestu deild karla. Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings, segir félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með lögreglu nýlega. Félögin hafi fengið leiðbeiningar um hvaða leyfi þyrftu að vera til staðar fyrir áfengissölu, hvort sem um væri að ræða sölu inni í sal eða utandyra. Umsókn í ferli og vel tekið í bjórleysið Haukur segir Víking með nýja umsókn í ferli en henni þurfi að fylgja jákvæða umsögn frá aðilum á borð við Reykjavíkurborg, lögreglu, slökkviliði og heilbrigðiseftirliti. „Við vildum ekki vera að taka neina óþarfa sénsa á meðan þetta er í ferli,“ segir Haukur um áfengislaust gærkvöldið í Fossvoginum. „Við vonuðumst til að þetta tækist fyrir leikinn en núna vonumst við til að fá svör fyrir næsta heimaleik, sem er Evrópuleikur hjá okkur,“ segir Haukur. Stuðningsmenn í Víkinni í gærkvöldi hafi mætt áfengisleysinu af skilningi. Boðið hafi verið upp á óáfengan bjór fyrir þá sem vildu og einhver sala verið á honum. Sala á veitingum og þar með talið áfengi er ein af leiðum félaganna til að drýgja tekjur sínar og styðja við rekstur knattspyrnudeildanna. Haukur segir lögreglu hafa boðað komu sína á leiki félaga í efstu deild karlamegin. Það var einmitt tilfellið á föstudagskvöldið þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í Garðabænum. Gerðu athugasemdir við ráf bjórþyrstra Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir lögreglu hafa komið á staðinn og gert athugasemdir við að fólk væri með bjór utandyra auk þess sem einhverjir hefðu rölt með bjórinn upp í stúku sem sé ekki leyfilegt. Baldvin segir Stjörnuna vera með leyfi fyrir áfengissölu á Dúllubar og í veislusal sínum en ekki utandyra. Stjarnan ætli að sækja um það leyfi og lögregla sé meðvituð um að sú umsókn sé í ferli. Baldvin segir lögregluna í Hafnarfirði hafa rætt við Stjörnuna og farið yfir leyfismálin. Félagið eigi í góðu samtali við lögregluna um næstu skref fyrir áfengissölu utandyra. Félagið hafi ekki hug á því að leyfa bjórdrykkju í stúkunni en þó þannig að fólk geti á afmörkuðum stöðum á svæðinu verið utandyra fengið sér bjór áður en haldið sé í stúkuna. Við þetta má bæta að Framarar takmörkuðu bjórsölu á leik liðsins við ÍBV í gærkvöldi við veislusal félagsins eftir að hafa heyrt af lögregluheimsókn til Stjörnunnar á föstudagskvöldið. Félagið hefur leyfi fyrir sölu í veislusal sínum en bjórinn hefur verið seldur frammi á gangi í sumar. Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, segist eiga fund með aðstoðaryfirlögregluþjóni á morgun fyrir hönd félagsins svo allt sé á hreinu varðandi áfengissölu á íþróttaleikjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Áfengi Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32 Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Sjá meira
Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32
Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03