Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ákvað að bæta í framlag Íslands til UNRWA. Vísir/Anton Brink Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51