Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Eiður Þór Árnason skrifar 31. desember 2025 17:34 Það kvað við annan tón í salnum þegar talið barst að flóknum vanda barna og ungmenna. Vísir/Anton Brink Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk hann að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri spurningin eðlilega að sérsviði hans. Einlægni Guðmundar fékk stjórnmálaleiðtogana til að skipta um takt og mátti marka annan tón í umræðunum. Sammæltust formennirnir um að ekki hafi verið gert nóg í málefnum barna, einkum þeirra með fjölþættan vanda. Spurning Guðmundar var svohljóðandi: Þið sem einstaklingar og stjórnmálaöflin sem þið eruð í forsvari fyrir hafið verið í stjórn síðustu tvo áratugi. Þið berið ábyrgð á hlutunum eins og þeir hafa verið. Það eru lög í landinu, lög eru sett af Alþingi og samfélagið þarf að fara eftir lögunum. Það er búið að gera fullt af alls konar skýrslum og úttektum, Ríkisendurskoðun, Umboðsmaður og ráðherranefndir þar sem alltaf er komist að þeirri niðurstöðu að við erum að brjóta á börnunum. Get ég vænst þess að við hættum að tala og förum að framkvæma? Spurningunni var beint að öllum formönnunum.Vísir/Anton Brink Styðja þurfi við fjölskyldur sem nýti erlend meðferðarúrræði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, segir að ýmis verkefni væru í gangi hjá ríkisstjórninni tengd þessum málaflokki. „Við tókum yfir börn með fjölþættan vanda frá sveitarfélögunum, það er verið að setja þrjá milljarða í þetta og það er verið að auka núna meðferðarúrræði. En ég ætla bara að vera hreinskilin, þetta er ekki nóg.“ „Við þurfum að taka utan um börnin og unga fólkið og við erum ekki að gera það ef við hér ætlum að karpa eins og við vorum að gera hér áðan.“ Mestu máli skipti að ofuráhersla verði lögð á þennan málaflokk á næsta ári. Hún hafi heyrt foreldra og börn kalla eftir því að boðið verði upp á fleiri úrræði, líka utan landsteinanna. Telur Þorgerður að Sjúkratryggingar þurfi að gera samninga við erlendar meðferðarstofnanir til að auðvelda fjölskyldum að nýta þeirra þjónustu. Einnig þurfi að byggja upp meðferðarúrræðin innanlands. Gengið fullhægt Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segir málið óflokkspólitískt. „Ég vona að við séum öll á einu máli og við þurfum að vera það og lyfta okkur yfir einhverja flokkspólitík eða hvað hefði betur mátt gera hér einhvern tímann fyrr eða eitthvað annað á einhverjum tímapunkti.“ „Við vorum á þessari leið og aftur gekk fullhægt að vinna að því að búa til þessar skýrslur sem Guðmundur var að tala um, skýra þennan vanda og eitt af því sem var lausnin var að ríkið tæki yfir þetta efsta stig fjölþætts vanda.“ Sigurður segist gríðarlega ánægður með að það sé nú orðið að veruleika undir núverandi ríkisstjórn. Einnig verði að skoða ábendingar forelda um að of auðvelt sé að koma vímuefnum inn á innlendar meðferðarstofnanir. Horfa þurfi á allt kerfið og grípa sem fyrst inn í svo börn fari ekki á þessa braut. Fjölga rýmum Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, starfandi barna- og menntamálaráðherra, og formaður Flokks fólksins, segir stöðu barna og ungmenna með fjölþættan vanda í skólakerfinu hafa verið sérstaklega til skoðunar. „Hvernig líður börnunum okkar þegar þau finna sig engan veginn í skólanum, þegar þau ná ekki valdi á einu né neinu, þegar þau læra ekki að lesa. Þennan tíma sem ég mun sitja sem barna- og menntamálaráðherra þá er ég þegar farin að undirbúa ýmsilegt í þeim efnum.“ Nú þurfi að opna meðferðarheimilið í Gunnarsholti sem hafi verið lengi til umræðu. Nú sé búið að ráða starfsfólk en á sama tíma hafi of langan tíma tekið að byggja upp aftur á Stuðlum eftir að eldsvoði kom þar upp. „Við erum að lengja tímann núna sem börnin geta farið inn í bráðavanda og við erum að fjölga rýmum í fjórtán. Þetta er allt núna að gerast og mínar vonir standa til þess að við eigum eftir að sjá stórkostlega bragabót.“ Erfitt sé að horfa upp á að börn geti sloppið af Stuðlum og náð sér í næsta skammt. Ekkert verði til sparað í verkefnum ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í Kryddsíldinni í dag.VVísir/Anton Brink Geti ekki bara verið með fólk í meðferðarúrræði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir málið erfitt. „Maður getur auðvitað hárreist sig yfir alls konar hlutum eins og af hverju uppbygging tekur svona ofboðslega langan tíma, af hverju það er vantraust hjá notendum þjónustu gagnvart meðferðarúrræðum. Það er bara mjög víða ekki í lagi með kerfið og það á ekkert við neinn einn að sakast. Þetta eru ótrúlega erfið mál, það líður öllum illa með þetta og það sem er þó jákvætt við þessa umræðu núna er að við áttum okkur á því að þetta er þverpólitískt mál og við reynum að leita lausna í því skyni.“ Það þurfi að taka utan um þetta sem samfélag og í skólunum þar sem svona hlutir byrji fyrr í kerfinu. „Við viljum ekki reka velferðarkerfi þar sem við erum bara með fólk í meðferðarúrræði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Anton Brink Mögulega þurfi meiri aga Sigmundur Davíð tekur undir með Ingu Sæland og segir þess vert að velta því upp hvort það þurfi að hafa meira leyfi til að sýna aga og fylgjast með. „Það á líka við um foreldra, því að ég, eins og örugglega allir hérna þekkjum dæmi úr okkar nærumhverfi um svona mál, að foreldrar þurfa að geta gripið inn í þegar barnið þeirra er komið á þann stað að það geti ekki lengur stjórnað lífi sínu sjálft. Þá þurfa foreldrar að geta gripið inn í og stoppað barnið af með aðstoð yfirvalda.“ Þetta sé spurning um meðferðarúrræði sem tíðræddur skortur er á, aga og aðgengi. „Ég er fæddur 1975 og hef aldrei séð ólögleg fíkniefni. Ég sagði einhvern tímann frá þessu í þinginu og Píratar sem voru þá flokkur á Alþingi hlógu að mér. En þetta er satt, einhvern veginn hef ég aldrei verið í þeim aðstæðum að menn hafi verið með ólögleg fíkniefni. Ég vil aftur búa til það samfélag og þær aðstæður þar sem þetta er ekki eins útbreitt og núna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir eitthvað mikið að.Vísi/Anton Brink Eitthvað í samfélaginu fjandsamlegt börnum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið alvarlegt. „Það hefur setið lengi í mér að það er eitthvað í íslensku samfélagi og íslenskri samfélagsgerð sem er fjandsamlegt börnunum okkar og það er mjög sorglegt. Við vitum að börnunum okkar líður illa. Allir sem eru í stjórnmálum, hvort sem það er á þingi eða sveitarstjórnum, allir vilja grípa börnin okkar. Þetta er framtíðin og ég ætla að fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið yfir börn með fjölþættan vanda, sérstaklega vegna þess að við vitum að í minni sveitarfélögum hefur þessi kostnaður verið alveg gríðarlega íþygjandi og erfitt og flókið fyrir mörg sveitarfélög að taka utan um þá einstaklinga, þannig að það er mjög vel að ríkisstjórnin hafi gripið það en við þurfum að gera betur og auðvitað er það dapurt að okkur hafi ekki tekist betur. Það segir okkur líka hvað verkefnið er flókið , hvað það er erfitt að eiga við það. Börnin okkar þurfa ekki gamla Ísland, börnin okkar þurfa fyrst og fremst að fá ást og umhyggju, að það sé tekið utan um þau, þeim sé sýnd athygli og gefinn tími. Ég held að við eigum öll að taka það með okkur inn í nýja árið að við tökum betur utan um börn þessa lands.“ Kryddsíld Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Einlægni Guðmundar fékk stjórnmálaleiðtogana til að skipta um takt og mátti marka annan tón í umræðunum. Sammæltust formennirnir um að ekki hafi verið gert nóg í málefnum barna, einkum þeirra með fjölþættan vanda. Spurning Guðmundar var svohljóðandi: Þið sem einstaklingar og stjórnmálaöflin sem þið eruð í forsvari fyrir hafið verið í stjórn síðustu tvo áratugi. Þið berið ábyrgð á hlutunum eins og þeir hafa verið. Það eru lög í landinu, lög eru sett af Alþingi og samfélagið þarf að fara eftir lögunum. Það er búið að gera fullt af alls konar skýrslum og úttektum, Ríkisendurskoðun, Umboðsmaður og ráðherranefndir þar sem alltaf er komist að þeirri niðurstöðu að við erum að brjóta á börnunum. Get ég vænst þess að við hættum að tala og förum að framkvæma? Spurningunni var beint að öllum formönnunum.Vísir/Anton Brink Styðja þurfi við fjölskyldur sem nýti erlend meðferðarúrræði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, segir að ýmis verkefni væru í gangi hjá ríkisstjórninni tengd þessum málaflokki. „Við tókum yfir börn með fjölþættan vanda frá sveitarfélögunum, það er verið að setja þrjá milljarða í þetta og það er verið að auka núna meðferðarúrræði. En ég ætla bara að vera hreinskilin, þetta er ekki nóg.“ „Við þurfum að taka utan um börnin og unga fólkið og við erum ekki að gera það ef við hér ætlum að karpa eins og við vorum að gera hér áðan.“ Mestu máli skipti að ofuráhersla verði lögð á þennan málaflokk á næsta ári. Hún hafi heyrt foreldra og börn kalla eftir því að boðið verði upp á fleiri úrræði, líka utan landsteinanna. Telur Þorgerður að Sjúkratryggingar þurfi að gera samninga við erlendar meðferðarstofnanir til að auðvelda fjölskyldum að nýta þeirra þjónustu. Einnig þurfi að byggja upp meðferðarúrræðin innanlands. Gengið fullhægt Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segir málið óflokkspólitískt. „Ég vona að við séum öll á einu máli og við þurfum að vera það og lyfta okkur yfir einhverja flokkspólitík eða hvað hefði betur mátt gera hér einhvern tímann fyrr eða eitthvað annað á einhverjum tímapunkti.“ „Við vorum á þessari leið og aftur gekk fullhægt að vinna að því að búa til þessar skýrslur sem Guðmundur var að tala um, skýra þennan vanda og eitt af því sem var lausnin var að ríkið tæki yfir þetta efsta stig fjölþætts vanda.“ Sigurður segist gríðarlega ánægður með að það sé nú orðið að veruleika undir núverandi ríkisstjórn. Einnig verði að skoða ábendingar forelda um að of auðvelt sé að koma vímuefnum inn á innlendar meðferðarstofnanir. Horfa þurfi á allt kerfið og grípa sem fyrst inn í svo börn fari ekki á þessa braut. Fjölga rýmum Inga Sæland, félags- og húsnæðisráðherra, starfandi barna- og menntamálaráðherra, og formaður Flokks fólksins, segir stöðu barna og ungmenna með fjölþættan vanda í skólakerfinu hafa verið sérstaklega til skoðunar. „Hvernig líður börnunum okkar þegar þau finna sig engan veginn í skólanum, þegar þau ná ekki valdi á einu né neinu, þegar þau læra ekki að lesa. Þennan tíma sem ég mun sitja sem barna- og menntamálaráðherra þá er ég þegar farin að undirbúa ýmsilegt í þeim efnum.“ Nú þurfi að opna meðferðarheimilið í Gunnarsholti sem hafi verið lengi til umræðu. Nú sé búið að ráða starfsfólk en á sama tíma hafi of langan tíma tekið að byggja upp aftur á Stuðlum eftir að eldsvoði kom þar upp. „Við erum að lengja tímann núna sem börnin geta farið inn í bráðavanda og við erum að fjölga rýmum í fjórtán. Þetta er allt núna að gerast og mínar vonir standa til þess að við eigum eftir að sjá stórkostlega bragabót.“ Erfitt sé að horfa upp á að börn geti sloppið af Stuðlum og náð sér í næsta skammt. Ekkert verði til sparað í verkefnum ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í Kryddsíldinni í dag.VVísir/Anton Brink Geti ekki bara verið með fólk í meðferðarúrræði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir málið erfitt. „Maður getur auðvitað hárreist sig yfir alls konar hlutum eins og af hverju uppbygging tekur svona ofboðslega langan tíma, af hverju það er vantraust hjá notendum þjónustu gagnvart meðferðarúrræðum. Það er bara mjög víða ekki í lagi með kerfið og það á ekkert við neinn einn að sakast. Þetta eru ótrúlega erfið mál, það líður öllum illa með þetta og það sem er þó jákvætt við þessa umræðu núna er að við áttum okkur á því að þetta er þverpólitískt mál og við reynum að leita lausna í því skyni.“ Það þurfi að taka utan um þetta sem samfélag og í skólunum þar sem svona hlutir byrji fyrr í kerfinu. „Við viljum ekki reka velferðarkerfi þar sem við erum bara með fólk í meðferðarúrræði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Anton Brink Mögulega þurfi meiri aga Sigmundur Davíð tekur undir með Ingu Sæland og segir þess vert að velta því upp hvort það þurfi að hafa meira leyfi til að sýna aga og fylgjast með. „Það á líka við um foreldra, því að ég, eins og örugglega allir hérna þekkjum dæmi úr okkar nærumhverfi um svona mál, að foreldrar þurfa að geta gripið inn í þegar barnið þeirra er komið á þann stað að það geti ekki lengur stjórnað lífi sínu sjálft. Þá þurfa foreldrar að geta gripið inn í og stoppað barnið af með aðstoð yfirvalda.“ Þetta sé spurning um meðferðarúrræði sem tíðræddur skortur er á, aga og aðgengi. „Ég er fæddur 1975 og hef aldrei séð ólögleg fíkniefni. Ég sagði einhvern tímann frá þessu í þinginu og Píratar sem voru þá flokkur á Alþingi hlógu að mér. En þetta er satt, einhvern veginn hef ég aldrei verið í þeim aðstæðum að menn hafi verið með ólögleg fíkniefni. Ég vil aftur búa til það samfélag og þær aðstæður þar sem þetta er ekki eins útbreitt og núna.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir eitthvað mikið að.Vísi/Anton Brink Eitthvað í samfélaginu fjandsamlegt börnum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið alvarlegt. „Það hefur setið lengi í mér að það er eitthvað í íslensku samfélagi og íslenskri samfélagsgerð sem er fjandsamlegt börnunum okkar og það er mjög sorglegt. Við vitum að börnunum okkar líður illa. Allir sem eru í stjórnmálum, hvort sem það er á þingi eða sveitarstjórnum, allir vilja grípa börnin okkar. Þetta er framtíðin og ég ætla að fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið yfir börn með fjölþættan vanda, sérstaklega vegna þess að við vitum að í minni sveitarfélögum hefur þessi kostnaður verið alveg gríðarlega íþygjandi og erfitt og flókið fyrir mörg sveitarfélög að taka utan um þá einstaklinga, þannig að það er mjög vel að ríkisstjórnin hafi gripið það en við þurfum að gera betur og auðvitað er það dapurt að okkur hafi ekki tekist betur. Það segir okkur líka hvað verkefnið er flókið , hvað það er erfitt að eiga við það. Börnin okkar þurfa ekki gamla Ísland, börnin okkar þurfa fyrst og fremst að fá ást og umhyggju, að það sé tekið utan um þau, þeim sé sýnd athygli og gefinn tími. Ég held að við eigum öll að taka það með okkur inn í nýja árið að við tökum betur utan um börn þessa lands.“
Kryddsíld Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira