Pólitískt hugrekki og pólitískt hugleysi: ólík stefna tveggja systurflokka Birgir Finnsson skrifar 26. júní 2025 10:02 Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál. Danmörk hefur í gegnum árin talist með frjálslyndari löndum en hinir dönsku jafnaðarmenn hafa engu að síður brugðist við æ háværari orðræðu meðal almennings þar í landi um sífellt erfiðari vandamál tengd hælisleitendum, og þannig býr hin frjálslynda Danmörk, sem stjórnað er af vinstrisinnaðri samsteypustjórn, nú við eina ströngustu löggjöf í Evrópu hvað þessi mál varðar. Danska ríkisstjórnin hefur það nú að yfirlýstu markmiði sínu að draga alveg úr innstreymi hælisleitenda til landsins og hefur í því skyni gripið til margvíslegra aðgerða, svo sem: Hæli er einungis veitt tímabundið (í 1-2 ár). Hælisleitendur eru vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið er úr umsókn í stað þess að þeim sé hleypt eftirlitslaust inn í landið. Þeim sem er synjað fá ekki fjárhagslegan stuðning frá hinu hinu opinbera og eru áfram vistaðir í lokuðu úrræði meðan þeir bíða þess að verða sendir aftur úr landi. Þeim sem kjósa sjálfviljugir að snúa til baka til síns heima er veittur styrkur til þess. Einstæðum karlmönnum sem eru einir á ferð er ekki veitt hæli. Skilyrði fjölskyldusameiningar hafa verið hert mjög (t.d. er DNA prófs krafist til sönnunar fjölskyldutengsla ef önnur gögn teljast ófullnægjandi). Umsækjendum með sakaskrá, hvort sem er í heimalandi sínu eða í einhverju Evrópulandi, er skilyrðislaust synjað um hæli og það jafnvel þótt brotin teljist minniháttar. Gerist flóttamaðir sem þegar hefur fengið hæli sekur um glæp þá situr hann af sér dóminn í öðru landi (Danmörk gerði um það samning við Kosovo) og missir að auki rétt til hælis í Danmörku. Mjög hefur verið dregið úr almennum fjárhagslegum stuðningi við hælisleitendur og gerðar strangar kröfur um atvinnuþáttöku. Heimilt er að fella hælisveitingu úr gildi ef landið sem flóttamaður flúði telst nú vera orðið öruggt og forsenda hælisveitingar því brostin. Fleira mætti telja til og allt eru þetta eðlileg og skynsamleg viðbrögð sem danska þjóðin hefur krafist í síauknu mæli síðustu árin, enda hefur þetta dregið úr innflæði hælisleitenda til Danmerkur um allt að 90%. En það er þó ekki nóg að stöðva innstreymið heldur þarf líka að bregðast við vandamálunum sem þegar eru kraumandi í dönsku samfélagi vegna þess hve illa var staðið að þessum málum á árum áður. Við þeim eru danskir jafnaðarmenn að bregðast með ýmsum ráðum og hafa m.a. blásið til sóknar gegn "gettóvæðingu" sem hefur orðið sífellt erfiðara vandamál í mörgum dönskum borgum síðastliðin ár. Danir notuðu hugtakið "gettó" um niðurnídd hverfi þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru hælisleitendur eða flóttamenn sem búa þar í sjálfskipaðri einangrun, oftar en ekki á framfæri hins opinbera. Eftir að pólitísk rétthugsun gerði það að slaufunarverðum glæp að nota orðið "gettó" þá hófu Danir að nota hugtakið "parallelsamfund", eða "samhliða samfélög", sem lýsir ástandinu ágætlega. Dönsk stjórnvöld - öfugt við þau íslensku - loka ekki augunum fyrir því að þess háttar "gettóvæðingu" og "samhliða samfélögum" fylgja ýmis vandamál: aukin glæpatíðni, meiri fátækt, aukið ofbeldi og kynferðisglæpir gegn konum og stúlkum, hnignun hverfa og rof samfélagssáttmálans, enda sýna þessi stóru hælisleitendasamfélög oft frekar lítinn vilja til að aðlagast þjóðfélaginu sem tók að sér að fóstra þau, og virðist viljinn fara minnkandi í réttu hlutfalli við stærð hælisleitendasamfélagsins. Því hefur danska ríkisstjórnin undanfarin ár unnið að metnaðarfullri áætlun til að taka á þessu vandamáli, t.d. með því að tryggja að fjöldi aðfluttra hælisleitenda í hverju hverfi fari ekki umfram ákveðið hlutfall og einnig er strangt fylgt eftir kröfum um skólasókn barna hælisleitenda (og t.d. gert að ófrávíkjanlegu skilyrði að yngstu börnin gangi í almennan leikskóla og fái tungumálakennslu áður en þau eru komin á barnaskólaaldur, til að undirbúa betur aðlögun þeirra að dönsku samfélagi). Í einhverjum tilfellum hafa stjórnvöld hreinlega metið það svo að tiltekin hverfi eigi sér einfaldlega ekki viðreisnar von og eru þau þá tæmd og jöfnuð við jörðu, íbúum fundin önnur híbýli (þó ekki öllum á sama stað) og ný hverfi byggð upp. Dæmi um þetta eru t.d. Gellerup, Bispehaven og Vejlby í Árhúsum, Mjølnerparken í Nørrebro o.fl. Þannig hafa danskir jafnaðarmenn sýnt eftirtektarvert pólitískt hugrekki og ekki skirrst við að taka erfiðar ákvarðanir, jafnvel þótt þessar sömu ákvarðanir kunni að reynast óvinsælar meðal háværasta arms grasrótarinnar og leiði hugsanlega til tímabundins vinsældafalls ríkisstjórnarinnar á einhverjum spjallþráðum. Ég býst við að ríkisstjórn Danmerkur átti sig enda á að hæst bylur í tómri tunnu á meðan það virðist óumdeilt að hinn þögli meirihluti kjósenda í Danmörku styður að fullu aðgerðir ríkisstjórnarinnar - hér er ekki verið að hugsa um skammtímavinsældir meðal fámenns hóps hinna háværu heldur langtímahagsmuni samfélagsins í heild. Einnig er ekki ólíklegt að danska ríkisstjórnin hafi litið yfir Eyrarsundið og ákveðið að grípa í taumana áður en ástandið heima fyrir færi að líkjast því sem er í Svíþjóð sem virðist nú búin að missa alla stjórn á þessum málum, eins og flestir vita. Reyndar eru Svíar að byrja að fikra sig í átt að strangari löggjöf og ætla að fylgja fordæmi Danmerkur, en hugsanlega er það of lítið og of seint. Þýskaland er lagt af stað í sömu vegferð, þ.e. strangari löggjöf og regluverk um málefni hælisleitenda; umræðan verður sífellt háværari í Bretlandi og Írland virðist hreinlega vera komið á suðupunkt. Það er athyglisvert að bera þetta pólitíska hugrekki danskra sósíaldemókrata saman við hið pólitíska hugleysi sem systurflokkurinn - hin íslenska Samfylking - sýnir í þessum efnum. Ef einhver innan þess flokks vogar sér að minnast á að nú þurfi að fara að taka þessa umræðu og jafnvel hvort ekki sé best að reyna að læra af reynslu annarra Norðurlandaþjóða, þá bregst Samfylkingin yfirleitt við með því að skjóta sendiboðann. Grasrótin - hinn fámenni en háværi pólitíski rétttrúnaðarsöfnuður - hópast inn á spjallþræðina með upphrópunum og níði til þess að berja villutrúna niður undir eins. Samfylkinguna skortir þor til að taka þessa umræðu: þegar hinn þögli meirihluti byrjar að sýna merki þess að sér sé nóg boðið þá grípur Samfylkingin um perlufestina, bendir skelfingu lostin út um gluggann á Alþingishúsinu og hljóðar "Rasistar! Það eru rasistar á Austurvelli!" Lengra nær umræðan ekki á því heimili. Og þaðan af síður er þess að vænta að meðreiðarsveinar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn gyrði sig í brók í þessum efnum. Flokkur Fólksins hefur auðvitað aflýst öllum fyrri yfirlýsingum um þessi mál, enda kominn á þann stað í tilverunni að hann getur nú í hægðum sínum makað krókinn í stað þess að rembast við að yfirbjóða í kosningaloforðaflóðinu. Örfáir áhugasamir bíða reyndar enn eftir útspili Viðreisnar en stilla þó væntingum sínum í hóf, enda eru mestar líkur á að téð útspil felist í því að formaður Viðreisnar, sem er sitjandi utanríkisráðherra, afgreiði málið með því að lýsa yfir að danska ríkisstjórnin þurfi á endurmenntun að halda, líkt og hún sagði svo eftirminnilega á sínum tíma um þá sérfræðinga sem voguðu sér árið 2008 að vara við yfirvofandi bráðavanda íslensku bankanna. Reyndar hrundu bankarnir svo eins og spilaborg nánast nokkrum dögum eftir að ummælin frægu um endurmenntunina voru látin falla, þannig að hvorki telst formaðurinn glöggur né sannspár samfélagsrýnir, en sjálfsagt er ekki við meiru að búast úr þeim ranni því pólitísk rétthugsun virðist nefninlega leggjast á Viðreisn af jafnvel enn meiri þunga en á Samfylkinguna, þótt ótrúlegt sé. Halldór Laxness orðaði þetta best þegar hann skrifaði fyrir rúmri hálfri öld: "Því hefur verið haldið fram að Íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum … en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls." Við verðum því að horfast í augu við þá nöpru staðreynd að Íslandi hefur allt of lengi verið stjórnað af fólki sem veigrar sér við að taka erfiðar ákvarðanir; virðist fyrirmunað að læra af reynslu annarra þjóða og flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi, undirselt einkennilegum ótta við skammir á samfélagsmiðlum. Þó að kjósendur hafi í síðustu Alþingiskosningum sýnt vilja sinn í verki með því að hafna með afdráttarlausum hætti þeim flokkum sem helst börðust fyrir opnum landamærum og óheftu innstreymi hælisleitenda - VG og Pírötum - þá dugar það greinilega ekki til. Í dag er landinu stjórnað af fólki sem virðist óttast hinn háværa réttrúnaðarsöfnuð grasrótarinnar svo mjög að það sé tilbúið til að gera allt til að friðþægja hann. Sýn þessa fólks á framtíð Íslands nær ekki lengra en að tryggja að það sjálft haldi vinsældum og völdum. Því er bara að sjá til hvor nálgunin reynist á endanum farsælli - sú danska eða sú íslenska. Við ættum að finna það á eigin skinni eftir nokkur ár. Höfundur er fréttafíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Danmörk Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál. Danmörk hefur í gegnum árin talist með frjálslyndari löndum en hinir dönsku jafnaðarmenn hafa engu að síður brugðist við æ háværari orðræðu meðal almennings þar í landi um sífellt erfiðari vandamál tengd hælisleitendum, og þannig býr hin frjálslynda Danmörk, sem stjórnað er af vinstrisinnaðri samsteypustjórn, nú við eina ströngustu löggjöf í Evrópu hvað þessi mál varðar. Danska ríkisstjórnin hefur það nú að yfirlýstu markmiði sínu að draga alveg úr innstreymi hælisleitenda til landsins og hefur í því skyni gripið til margvíslegra aðgerða, svo sem: Hæli er einungis veitt tímabundið (í 1-2 ár). Hælisleitendur eru vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið er úr umsókn í stað þess að þeim sé hleypt eftirlitslaust inn í landið. Þeim sem er synjað fá ekki fjárhagslegan stuðning frá hinu hinu opinbera og eru áfram vistaðir í lokuðu úrræði meðan þeir bíða þess að verða sendir aftur úr landi. Þeim sem kjósa sjálfviljugir að snúa til baka til síns heima er veittur styrkur til þess. Einstæðum karlmönnum sem eru einir á ferð er ekki veitt hæli. Skilyrði fjölskyldusameiningar hafa verið hert mjög (t.d. er DNA prófs krafist til sönnunar fjölskyldutengsla ef önnur gögn teljast ófullnægjandi). Umsækjendum með sakaskrá, hvort sem er í heimalandi sínu eða í einhverju Evrópulandi, er skilyrðislaust synjað um hæli og það jafnvel þótt brotin teljist minniháttar. Gerist flóttamaðir sem þegar hefur fengið hæli sekur um glæp þá situr hann af sér dóminn í öðru landi (Danmörk gerði um það samning við Kosovo) og missir að auki rétt til hælis í Danmörku. Mjög hefur verið dregið úr almennum fjárhagslegum stuðningi við hælisleitendur og gerðar strangar kröfur um atvinnuþáttöku. Heimilt er að fella hælisveitingu úr gildi ef landið sem flóttamaður flúði telst nú vera orðið öruggt og forsenda hælisveitingar því brostin. Fleira mætti telja til og allt eru þetta eðlileg og skynsamleg viðbrögð sem danska þjóðin hefur krafist í síauknu mæli síðustu árin, enda hefur þetta dregið úr innflæði hælisleitenda til Danmerkur um allt að 90%. En það er þó ekki nóg að stöðva innstreymið heldur þarf líka að bregðast við vandamálunum sem þegar eru kraumandi í dönsku samfélagi vegna þess hve illa var staðið að þessum málum á árum áður. Við þeim eru danskir jafnaðarmenn að bregðast með ýmsum ráðum og hafa m.a. blásið til sóknar gegn "gettóvæðingu" sem hefur orðið sífellt erfiðara vandamál í mörgum dönskum borgum síðastliðin ár. Danir notuðu hugtakið "gettó" um niðurnídd hverfi þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru hælisleitendur eða flóttamenn sem búa þar í sjálfskipaðri einangrun, oftar en ekki á framfæri hins opinbera. Eftir að pólitísk rétthugsun gerði það að slaufunarverðum glæp að nota orðið "gettó" þá hófu Danir að nota hugtakið "parallelsamfund", eða "samhliða samfélög", sem lýsir ástandinu ágætlega. Dönsk stjórnvöld - öfugt við þau íslensku - loka ekki augunum fyrir því að þess háttar "gettóvæðingu" og "samhliða samfélögum" fylgja ýmis vandamál: aukin glæpatíðni, meiri fátækt, aukið ofbeldi og kynferðisglæpir gegn konum og stúlkum, hnignun hverfa og rof samfélagssáttmálans, enda sýna þessi stóru hælisleitendasamfélög oft frekar lítinn vilja til að aðlagast þjóðfélaginu sem tók að sér að fóstra þau, og virðist viljinn fara minnkandi í réttu hlutfalli við stærð hælisleitendasamfélagsins. Því hefur danska ríkisstjórnin undanfarin ár unnið að metnaðarfullri áætlun til að taka á þessu vandamáli, t.d. með því að tryggja að fjöldi aðfluttra hælisleitenda í hverju hverfi fari ekki umfram ákveðið hlutfall og einnig er strangt fylgt eftir kröfum um skólasókn barna hælisleitenda (og t.d. gert að ófrávíkjanlegu skilyrði að yngstu börnin gangi í almennan leikskóla og fái tungumálakennslu áður en þau eru komin á barnaskólaaldur, til að undirbúa betur aðlögun þeirra að dönsku samfélagi). Í einhverjum tilfellum hafa stjórnvöld hreinlega metið það svo að tiltekin hverfi eigi sér einfaldlega ekki viðreisnar von og eru þau þá tæmd og jöfnuð við jörðu, íbúum fundin önnur híbýli (þó ekki öllum á sama stað) og ný hverfi byggð upp. Dæmi um þetta eru t.d. Gellerup, Bispehaven og Vejlby í Árhúsum, Mjølnerparken í Nørrebro o.fl. Þannig hafa danskir jafnaðarmenn sýnt eftirtektarvert pólitískt hugrekki og ekki skirrst við að taka erfiðar ákvarðanir, jafnvel þótt þessar sömu ákvarðanir kunni að reynast óvinsælar meðal háværasta arms grasrótarinnar og leiði hugsanlega til tímabundins vinsældafalls ríkisstjórnarinnar á einhverjum spjallþráðum. Ég býst við að ríkisstjórn Danmerkur átti sig enda á að hæst bylur í tómri tunnu á meðan það virðist óumdeilt að hinn þögli meirihluti kjósenda í Danmörku styður að fullu aðgerðir ríkisstjórnarinnar - hér er ekki verið að hugsa um skammtímavinsældir meðal fámenns hóps hinna háværu heldur langtímahagsmuni samfélagsins í heild. Einnig er ekki ólíklegt að danska ríkisstjórnin hafi litið yfir Eyrarsundið og ákveðið að grípa í taumana áður en ástandið heima fyrir færi að líkjast því sem er í Svíþjóð sem virðist nú búin að missa alla stjórn á þessum málum, eins og flestir vita. Reyndar eru Svíar að byrja að fikra sig í átt að strangari löggjöf og ætla að fylgja fordæmi Danmerkur, en hugsanlega er það of lítið og of seint. Þýskaland er lagt af stað í sömu vegferð, þ.e. strangari löggjöf og regluverk um málefni hælisleitenda; umræðan verður sífellt háværari í Bretlandi og Írland virðist hreinlega vera komið á suðupunkt. Það er athyglisvert að bera þetta pólitíska hugrekki danskra sósíaldemókrata saman við hið pólitíska hugleysi sem systurflokkurinn - hin íslenska Samfylking - sýnir í þessum efnum. Ef einhver innan þess flokks vogar sér að minnast á að nú þurfi að fara að taka þessa umræðu og jafnvel hvort ekki sé best að reyna að læra af reynslu annarra Norðurlandaþjóða, þá bregst Samfylkingin yfirleitt við með því að skjóta sendiboðann. Grasrótin - hinn fámenni en háværi pólitíski rétttrúnaðarsöfnuður - hópast inn á spjallþræðina með upphrópunum og níði til þess að berja villutrúna niður undir eins. Samfylkinguna skortir þor til að taka þessa umræðu: þegar hinn þögli meirihluti byrjar að sýna merki þess að sér sé nóg boðið þá grípur Samfylkingin um perlufestina, bendir skelfingu lostin út um gluggann á Alþingishúsinu og hljóðar "Rasistar! Það eru rasistar á Austurvelli!" Lengra nær umræðan ekki á því heimili. Og þaðan af síður er þess að vænta að meðreiðarsveinar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn gyrði sig í brók í þessum efnum. Flokkur Fólksins hefur auðvitað aflýst öllum fyrri yfirlýsingum um þessi mál, enda kominn á þann stað í tilverunni að hann getur nú í hægðum sínum makað krókinn í stað þess að rembast við að yfirbjóða í kosningaloforðaflóðinu. Örfáir áhugasamir bíða reyndar enn eftir útspili Viðreisnar en stilla þó væntingum sínum í hóf, enda eru mestar líkur á að téð útspil felist í því að formaður Viðreisnar, sem er sitjandi utanríkisráðherra, afgreiði málið með því að lýsa yfir að danska ríkisstjórnin þurfi á endurmenntun að halda, líkt og hún sagði svo eftirminnilega á sínum tíma um þá sérfræðinga sem voguðu sér árið 2008 að vara við yfirvofandi bráðavanda íslensku bankanna. Reyndar hrundu bankarnir svo eins og spilaborg nánast nokkrum dögum eftir að ummælin frægu um endurmenntunina voru látin falla, þannig að hvorki telst formaðurinn glöggur né sannspár samfélagsrýnir, en sjálfsagt er ekki við meiru að búast úr þeim ranni því pólitísk rétthugsun virðist nefninlega leggjast á Viðreisn af jafnvel enn meiri þunga en á Samfylkinguna, þótt ótrúlegt sé. Halldór Laxness orðaði þetta best þegar hann skrifaði fyrir rúmri hálfri öld: "Því hefur verið haldið fram að Íslendingar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum … en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls." Við verðum því að horfast í augu við þá nöpru staðreynd að Íslandi hefur allt of lengi verið stjórnað af fólki sem veigrar sér við að taka erfiðar ákvarðanir; virðist fyrirmunað að læra af reynslu annarra þjóða og flýtur þess í stað sofandi að feigðarósi, undirselt einkennilegum ótta við skammir á samfélagsmiðlum. Þó að kjósendur hafi í síðustu Alþingiskosningum sýnt vilja sinn í verki með því að hafna með afdráttarlausum hætti þeim flokkum sem helst börðust fyrir opnum landamærum og óheftu innstreymi hælisleitenda - VG og Pírötum - þá dugar það greinilega ekki til. Í dag er landinu stjórnað af fólki sem virðist óttast hinn háværa réttrúnaðarsöfnuð grasrótarinnar svo mjög að það sé tilbúið til að gera allt til að friðþægja hann. Sýn þessa fólks á framtíð Íslands nær ekki lengra en að tryggja að það sjálft haldi vinsældum og völdum. Því er bara að sjá til hvor nálgunin reynist á endanum farsælli - sú danska eða sú íslenska. Við ættum að finna það á eigin skinni eftir nokkur ár. Höfundur er fréttafíkill.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar