Að elska sjálfan sig – lykill að heilbrigðu starfsumhverfi í leik- og grunnskólum Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar 24. júní 2025 08:31 Í hjarta hvers skólasamfélags standa þeir sem sinna börnunum: kennarar, stuðningsfulltrúar, leikskólakennarar, þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn. Þetta fólk vinnur daglega að því að skapa umhyggjusamt og öruggt umhverfi fyrir börn að þroskast í – bæði til náms og til lífs. En það gleymist oft að þeir sem annast aðra þurfa sjálfir umönnun. Það er ekki nóg að leggja sig fram fyrir börnin ef eigið innra líf er litað af sjálfsgagnrýni og óöryggi. Til þess að geta skapað öruggt og uppbyggilegt rými fyrir börn, þarf starfsfólk sjálft að hafa fundið öruggt rými innan sjálfs síns. „Andstæðan við ást er ekki hatur, heldur höfnun.“– Herdís Pálsdóttir Þegar starfsfólk finnur fyrir innri höfnun – með stöðugri sjálfsgagnrýni, kröfu um að vera betri, hraðari, rólegri, þolinmóðari – þá verður erfitt að mæta börnum af dýpri umhyggju. En þegar starfsmaður getur mætt sjálfum sér með virðingu og mildi, myndast tenging við eigin mannleika – og þar með dýpri tenging við barnið. Sjálfstraust sem innri ró, ekki fullkomnun Að hafa trú á sjálfum sér þýðir ekki að vera með öll svörin, eða gera aldrei mistök. Það þýðir að geta staðið með sjálfum sér í mannlegri ófullkomnun – að vita að maður er nóg eins og maður er, og að mistök séu hluti af vexti, ekki sönnun á vanhæfni. „Það sem barnið upplifir og lærir í gegnum tilfinningalega tengingu, skapar grunntóninn í sjálfsmynd þess. Sama gildir um fullorðna – við verðum að finna tengingu við okkur sjálf áður en við getum verið heil fyrir aðra.“– Hanna Hjertaas Sjálfskærleikur er ekki sjálfsdýrkun Sjálfskærleikur er ekki að hampa sjálfum sér, heldur að mæta sjálfum sér með hlýju, sérstaklega þegar við eigum um sárt að binda. Hann birtist í hvernig við tölum við okkur sjálf innra með okkur. Segjum við: „Þú ert að reyna – það er nóg“? Eða „Þetta var ekki nóg, þú verður að gera betur“? „Það sem við höfum ekki fengið sem börn – skilning, umhyggju, hlustun – það getum við lært að gefa sjálfum okkur. Það er fyrsta skrefið í átt að heilun.“– Dr. Alice Miller Innri gagnrýni og sjálfsniðurrif Í mínu námi í EQ Institute fann ég gagnrýnisraddirnar mínar og hvaðan þær komu. Þetta gat verið allt frá foreldrum mínum og öðrum ættingjum og frá þeim sem áttu að gæta mín í skólakerfinu. Þessar raddir urðu að sjálfsgagnrýni minni langt inn á fullorðinsaldur og hamlaði mér að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Enda þekkti ég hana ekki. Ég er alveg viss um að þetta var ekki það sem fullorðna fólkið í kringum mig vildi mér – þau vissu ekki betur og kunnu ekki annað. En við þurfum líka að taka inn í myndina þögnina: orðin sem aldrei voru sögð. Þau urðu að jafn mikilli sjálfsgagnrýni og þau sem voru sögð. Barnið sem efast um sjálft sig og fær engan til að standa með sér þegar á reynir – og fær jafnvel svarið „þetta er bara gott hjá þér“, eða er ekki mætt þegar það er dapurt eða reitt – upplifir höfnun. Barnið sem gleymdist, því það átti svo mörg önnur systkini sem tóku meira pláss. Í reynslu minni við að hlusta á og fylgjast með þerapíu – jafn mikið og að veita þerapíu í skólanum mínum – sá ég litlu börnin sem ekki var mætt eða bjargað af fullorðnu fólki. Fullorðna fólkið var bara sjálf særð börn. Þegar starfsfólk í leik- eða grunnskóla ber með sér særða barnið sem það er enn þann daginn í dag, er það oft ómeðvitað um hvaða áhrif orð þeirra og hegðun hefur á barn/börn. Þess vegna skiptir máli að vinna með eigið innra barn – til að verða mýkri, meðvitaðari og tengdari. Hættan við sífellda sjálfsgagnrýni Við lifum í samfélagi þar sem starfsfólk í skólum er undir stöðugri pressu. Þar getur skapast innri rödd sem segir: „Ég næ ekki að gera nóg. Ég er að bregðast börnunum.“ Þessi rödd getur hljómað eins og metnaður – en er í raun afleiðing vanrækslu á eigin tilfinningalegu þörfum. „Við getum ekki gefið öðrum það sem við höfum ekki fengið sjálf. Ef við höfum ekki lært að mæta eigin tilfinningum með umhyggju, þá verðum við annað hvort ónæm fyrir tilfinningum annarra – eða ofboðið þeim.“– Dr. Gabor Maté Börnin finna hvernig okkur líður Börn skynja nærveru okkar. Þau finna hvort við séum til staðar – eða fast í eigin kvíða, sjálfsgagnrýni og þreytu. Við getum ekki falið það. En ef við lærum að elska okkur sjálf, og byggja upp öryggi innan okkar, þá verða viðbrögðin okkar öðruvísi – mýkri, öruggari og tengdari. Við getum ekki kennt öðrum að elska sjálfa sig, nema við séum á þeirri vegferð sjálf. Sérfræðihugsun sem styrkir þessa sýn Dr. Peter Levine: Líkaminn geymir áfallið – öryggi þarf að vera líkamlegt, ekki aðeins huglægt. Dr. Bruce Lipton: Hugsanir, tilfinningar og trú hafa áhrif á frumustarfsemi og þroska heilans – sérstaklega hjá börnum. Herdís Pálsdóttir: Höfnun – ekki hatur – er andstæðan við ást. Þegar við mætum sjálfum okkur með nærveru, opnast nýir möguleikar. Hanna Hjertaas: Tilfinningaleg tenging við okkur sjálf er forsenda tengingar við aðra. Dr. Alice Miller: Við þurfum vitni að sársaukanum – einhver sem viðurkennir það sem gerðist. Dóra Þórhallsdóttir: Við þurfum ekki að vera fullkomin – við þurfum að vera tengd. Höfundur er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í hjarta hvers skólasamfélags standa þeir sem sinna börnunum: kennarar, stuðningsfulltrúar, leikskólakennarar, þroskaþjálfar og aðrir starfsmenn. Þetta fólk vinnur daglega að því að skapa umhyggjusamt og öruggt umhverfi fyrir börn að þroskast í – bæði til náms og til lífs. En það gleymist oft að þeir sem annast aðra þurfa sjálfir umönnun. Það er ekki nóg að leggja sig fram fyrir börnin ef eigið innra líf er litað af sjálfsgagnrýni og óöryggi. Til þess að geta skapað öruggt og uppbyggilegt rými fyrir börn, þarf starfsfólk sjálft að hafa fundið öruggt rými innan sjálfs síns. „Andstæðan við ást er ekki hatur, heldur höfnun.“– Herdís Pálsdóttir Þegar starfsfólk finnur fyrir innri höfnun – með stöðugri sjálfsgagnrýni, kröfu um að vera betri, hraðari, rólegri, þolinmóðari – þá verður erfitt að mæta börnum af dýpri umhyggju. En þegar starfsmaður getur mætt sjálfum sér með virðingu og mildi, myndast tenging við eigin mannleika – og þar með dýpri tenging við barnið. Sjálfstraust sem innri ró, ekki fullkomnun Að hafa trú á sjálfum sér þýðir ekki að vera með öll svörin, eða gera aldrei mistök. Það þýðir að geta staðið með sjálfum sér í mannlegri ófullkomnun – að vita að maður er nóg eins og maður er, og að mistök séu hluti af vexti, ekki sönnun á vanhæfni. „Það sem barnið upplifir og lærir í gegnum tilfinningalega tengingu, skapar grunntóninn í sjálfsmynd þess. Sama gildir um fullorðna – við verðum að finna tengingu við okkur sjálf áður en við getum verið heil fyrir aðra.“– Hanna Hjertaas Sjálfskærleikur er ekki sjálfsdýrkun Sjálfskærleikur er ekki að hampa sjálfum sér, heldur að mæta sjálfum sér með hlýju, sérstaklega þegar við eigum um sárt að binda. Hann birtist í hvernig við tölum við okkur sjálf innra með okkur. Segjum við: „Þú ert að reyna – það er nóg“? Eða „Þetta var ekki nóg, þú verður að gera betur“? „Það sem við höfum ekki fengið sem börn – skilning, umhyggju, hlustun – það getum við lært að gefa sjálfum okkur. Það er fyrsta skrefið í átt að heilun.“– Dr. Alice Miller Innri gagnrýni og sjálfsniðurrif Í mínu námi í EQ Institute fann ég gagnrýnisraddirnar mínar og hvaðan þær komu. Þetta gat verið allt frá foreldrum mínum og öðrum ættingjum og frá þeim sem áttu að gæta mín í skólakerfinu. Þessar raddir urðu að sjálfsgagnrýni minni langt inn á fullorðinsaldur og hamlaði mér að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Enda þekkti ég hana ekki. Ég er alveg viss um að þetta var ekki það sem fullorðna fólkið í kringum mig vildi mér – þau vissu ekki betur og kunnu ekki annað. En við þurfum líka að taka inn í myndina þögnina: orðin sem aldrei voru sögð. Þau urðu að jafn mikilli sjálfsgagnrýni og þau sem voru sögð. Barnið sem efast um sjálft sig og fær engan til að standa með sér þegar á reynir – og fær jafnvel svarið „þetta er bara gott hjá þér“, eða er ekki mætt þegar það er dapurt eða reitt – upplifir höfnun. Barnið sem gleymdist, því það átti svo mörg önnur systkini sem tóku meira pláss. Í reynslu minni við að hlusta á og fylgjast með þerapíu – jafn mikið og að veita þerapíu í skólanum mínum – sá ég litlu börnin sem ekki var mætt eða bjargað af fullorðnu fólki. Fullorðna fólkið var bara sjálf særð börn. Þegar starfsfólk í leik- eða grunnskóla ber með sér særða barnið sem það er enn þann daginn í dag, er það oft ómeðvitað um hvaða áhrif orð þeirra og hegðun hefur á barn/börn. Þess vegna skiptir máli að vinna með eigið innra barn – til að verða mýkri, meðvitaðari og tengdari. Hættan við sífellda sjálfsgagnrýni Við lifum í samfélagi þar sem starfsfólk í skólum er undir stöðugri pressu. Þar getur skapast innri rödd sem segir: „Ég næ ekki að gera nóg. Ég er að bregðast börnunum.“ Þessi rödd getur hljómað eins og metnaður – en er í raun afleiðing vanrækslu á eigin tilfinningalegu þörfum. „Við getum ekki gefið öðrum það sem við höfum ekki fengið sjálf. Ef við höfum ekki lært að mæta eigin tilfinningum með umhyggju, þá verðum við annað hvort ónæm fyrir tilfinningum annarra – eða ofboðið þeim.“– Dr. Gabor Maté Börnin finna hvernig okkur líður Börn skynja nærveru okkar. Þau finna hvort við séum til staðar – eða fast í eigin kvíða, sjálfsgagnrýni og þreytu. Við getum ekki falið það. En ef við lærum að elska okkur sjálf, og byggja upp öryggi innan okkar, þá verða viðbrögðin okkar öðruvísi – mýkri, öruggari og tengdari. Við getum ekki kennt öðrum að elska sjálfa sig, nema við séum á þeirri vegferð sjálf. Sérfræðihugsun sem styrkir þessa sýn Dr. Peter Levine: Líkaminn geymir áfallið – öryggi þarf að vera líkamlegt, ekki aðeins huglægt. Dr. Bruce Lipton: Hugsanir, tilfinningar og trú hafa áhrif á frumustarfsemi og þroska heilans – sérstaklega hjá börnum. Herdís Pálsdóttir: Höfnun – ekki hatur – er andstæðan við ást. Þegar við mætum sjálfum okkur með nærveru, opnast nýir möguleikar. Hanna Hjertaas: Tilfinningaleg tenging við okkur sjálf er forsenda tengingar við aðra. Dr. Alice Miller: Við þurfum vitni að sársaukanum – einhver sem viðurkennir það sem gerðist. Dóra Þórhallsdóttir: Við þurfum ekki að vera fullkomin – við þurfum að vera tengd. Höfundur er menntaður leik- og grunnskólasérkennari og með diplómu í tilfinningagreindar þerapíu.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun