Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 09:08 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir endurgerð sem hefur verið frestað. Reykjavíkurborg Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð. Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Með tillögunni er viðkomandi sviðum borgaryfirvalda falið að útfæra merkingar og einfaldar aðgerðir til þess að gera göturnar tvær að göngugötum þrátt fyrir að ekki sé unnt að fara í endurgerð gatnanna á þessum tímapunkti. Eitt og hálf ár er frá því að ráðið samþykkt heimild til verkhönnunar og breytingar á Austurstræti sem göngusvæðis. Fulltrúar minnihlutans lögðu til tillagan um að vera göturnar tvær að göngugötum yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götu auk ýmissa íbúasamtaka og hagaðila. Þeim yrði gefinn kostur á að skila inn athugasemdum áður en tillagan yrði samþykkt. Þeirri tillögu var hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu að svo búnu atkvæði gegn því að gera göturnar að göngugötum en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá. Vísa til stuðnings sem kemur fram í könnunum Meirihlutinn vísaði til mikils og vaxandi stuðnings borgarbúa við göngugötur í bókun sem hann lét gera á fundi ráðsins. „Mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur göngugötum og hefur stuðningurinn aukist um leið og þeim hefur fækkað sem eru óánægð. Könnun hefur sýnt að þeim fjölgar sem telja að göngugötusvæðin megi vera stærri. Við tökum þvi sem hvatningu til að stækka göngusvæðin og munum nú koma á samfelldu göngusvæði í Kvosinni frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi,“ segir í bókuninni. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, sagði á Facebook eftir að tillagan var samþykkt að endurgerð Austurstrætis frestaðist eitthvað. „En við látum gangandi ekki bíða og tökum strax af skarið,“ skrifaði hún og deildi tölvugerðum myndum af því hvernig Austurstræti gæti litið út eftir breytingar. Nýlega kvartaði eigandi fataverslunarinnar Gyllta kattarins sem hefur verið rekin í Austurstræti undanfarna tvo áratugi undan því opinberlega hversu erfitt væri fyrir viðskiptavini sína að fá bílastæði í miðborginni. Það væri ástæða þess að verslunin yrði flutt út á Fiskislóð.
Reykjavík Göngugötur Verslun Bílar Borgarstjórn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira