Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifa 18. júní 2025 19:31 Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Embætti landlæknis Matur Heilsa Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun