Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:31 Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar