Sóun á Alþingi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:02 Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun