Sóun á Alþingi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:02 Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun