Rödd barna og ungmenna hunsuð í barnvænu sveitarfélagi? París Anna Bermann Elvarsdóttir, Heimir Sigurpáll Árnason, Fríða Björg Tómasdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Bjarki Orrason, Sigmundur Logi Þórðarson, Aldís Ósk Arnaldsdóttir, Leyla Ósk Jónsdóttir, Rebekka Rut Birgisdóttir, Ólöf Berglind Guðnadóttir og Íris Ósk Sverrisdóttir skrifa 13. júní 2025 08:31 Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Frístund barna Börn og uppeldi Réttindi barna Akureyri Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun