Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 11. júní 2025 15:01 Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun