Talið við okkur áður en þið talið um okkur Ian McDonald skrifar 11. júní 2025 12:00 Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ian McDonald Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun