Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2025 06:37 Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum við alríkisbyggingu í Santa Ana í Kaliforníu í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58