Leikskólagjöld í Kópavogi þau hæstu á landinu Örn Arnarson skrifar 4. júní 2025 14:30 Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Samleik – samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – lýsa yfir áhyggjum vegna hækkunar á leikskólagjöldum sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Um er að ræða aðra hækkun bæjarins á árinu, og að teknu tilliti til regluverks hefur bærinn heimild til að hækka leikskólagjöldin allt að tvívegis til viðbótar á þessu ári. Þetta vekur spurningar um forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn. Það er staðreynd að gjaldskrá Kópavogs fyrir leikskóla er sú hæsta á landinu. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun barna – en samkvæmt nýjustu gögnum eru 41,5% barna í Kópavogi í átta tíma vistun eða lengur. Meðal dvalartími barna í leikskóla í Kópavogi er 7,3 klukkustundir. Foreldrar hafa því raunverulega þörf fyrir fulla leikskólaþjónustu. Þrátt fyrir að svokallað Kópavogsmódel veiti sumum foreldrum afslátt eða niðurfellingu gjalda, eru því miður ekki allir í þeirri stöðu að geta nýtt sér það. Fyrir fjölmargar fjölskyldur hefur hækkunin því bein áhrif á heimilisbókhaldið – og dregur úr jafnrétti til náms og atvinnuþátttöku. Samanborið við nágrannasveitarfélög hækkar Kópavogur leikskólagjöld meira og oftar. Þetta verður enn óskiljanlegra í ljósi þess að Kópavogsbær hefur skilað miklum hagnaði á undanförnum misserum. Sá hagnaður virðist hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum fyrir barnafjölskyldur – heldur á að ráðast í lækkun á fasteignagjöldum. Við spyrjum: Ef hægt er að lækka skatta á fasteignir – af hverju er ekki hægt að lækka leikskólagjöld? Ætti velferð barna og jafnt aðgengi að menntun og umönnun ekki að vera í forgangi? Við hvetjum meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs til að endurskoða þessa stefnu. Foreldrar vilja ekki sjá fleiri gjaldskrárhækkanir – þeir vilja sjá réttláta og sanngjarna þjónustu sem tekur mið af raunverulegum þörfum fjölskyldna. Höfundur er formaður Samleik.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar