Banaslysið haft áhrif á undirbúning manngerðra íshella Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. maí 2025 22:01 Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Vísir/Vilhelm Banaslysið í Breiðamerkurjökli á síðasta ári hefur haft töluverð áhrif á undirbúning fyrir tvo manngerða íshella sem fyrirhugaðir eru í Langjökli. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að tekið verði tillit til allra athugasemda forsætisráðuneytisins. Til stendur að hefja framkvæmdir að tveimur manngerðum íshellum á Langjökli á næstu misserum. Bláskógabyggð mun gera samning við forsætisráðuneytið um nýtingu á þjóðlendu að loknu deiliskipulagsferli og verkefnið auglýst áður en sveitarfélagið gerir samning við fyrirtæki um ferðaþjónustu á svæðinu. Í umsögn forsætisráðuneytisins um fyrirhugaða íshelli eru gerðar ýmsar athugasemdir við verkefnið. Meðal annars er brýnt fyrir sveitarfélaginu að gera áhættumat vegna náttúruvára og ítrekaðar tillögur starfshóps sem var myndaður vegna banaslyss í íshelli í Breiðamerkurjökli á síðasta ári. Að sögn sveitarstjóra verður gerð krafa um ýmis öryggisatriði í væntanlegum samningi við ferðaþjónustuaðila. „Þeir þurfa að sína fram á það að þeir séu með áætlanir, með kerfi í kringum þetta og kunni að bregðast við og viti hvað skal gera. og geti metið aðstæður og áhættu á hverjum tíma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Meiri kröfur eftir slysið í Breiðamerkurjökli Banaslysið á síðasta ári hafi haft töluverð áhrif á undirbúningsvinnuna í Langjökli og lærdómur dreginn frá mistökum sem þar voru gerð. „Þetta hægði á þessari vinnu og þessi mál voru komin í vinnslu áður en það varð. Það var ákveðið að stoppa og var fundað og farið yfir hvaða kröfur ætti að gera og það er verið að gera meiri kröfur en var gert ráð fyrir áður,“ segir Ásta. Ekki er útilokað að hafa íshellana opna á sumrin enda væntanlegir hellar í Langjökli annars eðlis en náttúrulegir íshellar. Það sé ferðaþjónustuaðila að meta hvort bráðnun á sumrin reynist of mikil. „Þetta eru auðvitað ekki hellar sem eru að taka svona miklum breytingum eins og þessir náttúrulegu íshellar sem að myndast bara við bráðnun heldur er þetta bara borað eða grafið ofan í jökullinn svo þetta er ekki á eins mikilli hreyfingu,“ segir Ásta. „Það eru engin vatnsföll sem eru að streyma þarna undan þessum hellum.“ Ferðaþjónusta Bláskógabyggð Slys á Breiðamerkurjökli Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Til stendur að hefja framkvæmdir að tveimur manngerðum íshellum á Langjökli á næstu misserum. Bláskógabyggð mun gera samning við forsætisráðuneytið um nýtingu á þjóðlendu að loknu deiliskipulagsferli og verkefnið auglýst áður en sveitarfélagið gerir samning við fyrirtæki um ferðaþjónustu á svæðinu. Í umsögn forsætisráðuneytisins um fyrirhugaða íshelli eru gerðar ýmsar athugasemdir við verkefnið. Meðal annars er brýnt fyrir sveitarfélaginu að gera áhættumat vegna náttúruvára og ítrekaðar tillögur starfshóps sem var myndaður vegna banaslyss í íshelli í Breiðamerkurjökli á síðasta ári. Að sögn sveitarstjóra verður gerð krafa um ýmis öryggisatriði í væntanlegum samningi við ferðaþjónustuaðila. „Þeir þurfa að sína fram á það að þeir séu með áætlanir, með kerfi í kringum þetta og kunni að bregðast við og viti hvað skal gera. og geti metið aðstæður og áhættu á hverjum tíma,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Meiri kröfur eftir slysið í Breiðamerkurjökli Banaslysið á síðasta ári hafi haft töluverð áhrif á undirbúningsvinnuna í Langjökli og lærdómur dreginn frá mistökum sem þar voru gerð. „Þetta hægði á þessari vinnu og þessi mál voru komin í vinnslu áður en það varð. Það var ákveðið að stoppa og var fundað og farið yfir hvaða kröfur ætti að gera og það er verið að gera meiri kröfur en var gert ráð fyrir áður,“ segir Ásta. Ekki er útilokað að hafa íshellana opna á sumrin enda væntanlegir hellar í Langjökli annars eðlis en náttúrulegir íshellar. Það sé ferðaþjónustuaðila að meta hvort bráðnun á sumrin reynist of mikil. „Þetta eru auðvitað ekki hellar sem eru að taka svona miklum breytingum eins og þessir náttúrulegu íshellar sem að myndast bara við bráðnun heldur er þetta bara borað eða grafið ofan í jökullinn svo þetta er ekki á eins mikilli hreyfingu,“ segir Ásta. „Það eru engin vatnsföll sem eru að streyma þarna undan þessum hellum.“
Ferðaþjónusta Bláskógabyggð Slys á Breiðamerkurjökli Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira