Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 13:11 Þórdís Dröfn Andrésdóttir er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. aðsend mynd Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja. Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja.
Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira