Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 11:15 Margrét Þóra Sæmunsdóttir skipulagsfræðingur rannsakaði ástæður fólks fyrir því að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Vísir/Bylgjan/Vilhelm Búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og fjölskylduvænt umhverfi er meginástæður flutnings fólks af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fólk sættir sig við lengri ferðatíma til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistararitgerðinni „Búsetuóskir og val á ferðamáta – Ákvörðun um flutning til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins í tilviki Selfoss“ sem Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifaði í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét rannskaði þar ákvörðun fólks um að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Rannsóknin byggði á spurningakönnun sem var lögð fyrir fimmtíu nýaðflutta íbúa Selfoss og síðan tók Margrét viðtöl við þrjá þeirra. Margrét ræddi ritgerðina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Sérbýli og fjölskylduvænt umhverfi Ein helsta ástæðan fyrir flutningum fólks var möguleikinn á ódýrara húsnæði og sérbýli að sögn Margrétar. „Fólk hafði mikinn áhuga á að fara í einbýli, par- eða raðhús með garði sem var á betra verði en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Margrét. Fjöldi fólks hefur flutt á Selfoss á síðustu árum.Vísir/Einar Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem togar í? „Það var líka rólegra umhverfi, að vera nær náttúrunni og í fjölskylduvænu umhverfi, að það væri stutt að fara í skólann fyrir krakkana og vera nær grunnþjónustu,“ segir Margrét. Fólk sækist meira í frið og ró. „Fólk talaði mikið um að umferðin á höfuðborgarsvæðinu væri orðin of mikil og það vildi losna við umferð og umferðarteppur,“ segir Margrét. Fjarvinna hafi breytt umhverfinu Rannsóknin sýndi að fólk hafði ekki tengsl við Selfoss þegar það flutti en var tilbúið að sætta sig við flutninginn því það fékk búsetuóskir sínar uppfylltar. Meðal þess sem skipti miklu máli var öryggi barna. „Að börnin geti farið sjálf í skólann, labbað sjálf og að börnin þurfi ekki að þvera stórar umferðargötur heldur geti labbað milli hverfa og húsa,“ segir Margrét. Flestir hafi flutt frá Reykjavík en þó hafi verið góð dreifing af öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hafi aðallega verið barnafjölskyldur og eldri hjón. Maður tapar tíma að keyra á milli, hefur það engin áhrif? „Fjarvinna hefur breytt umhverfinu aðeins, fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu vinnur einu sinni til þrisvar í viku í fjarvinnu heima. Það náttúrulega sparar tíma og fólk talaði um að það skipti mjög miklu máli að geta gert það,“ segir Margrét. „Svo voru líka margir sem fluttu á Selfoss og vinna á Selfossi. Þannig það eru vísbendingar um að fólk hafi mögulega skipt um vinnu og unnið á Selfossi til að vera nær heimilinu,“ segir Margrét. Telur þéttingastefnu og breyttar neysluvenjur hafa áhrif Breyttar neysluvenjur og áhrif þéttingastefnu hafi áhrif á flutninga barnafjölskyldna frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölgi brottfluttum sem vinna áfram í borginni muni umferð þyngjast við Ölfusárbrú og Rauðavatn. „Fólk þarf ekki að búa alveg við vinnustaðinn og þjónustuna. Það kom líka fram að það er auðvelt að fá heimsent, það þarf ekki að fara á höfuðborgarsvæðið, það þarf ekki að fara í Kringluna til að kaupa sér föt,“ segir Margrét. „Þessi þéttingastefna sem er í gangi er kannski ekki að taka tillit til allra samfélagshópa. Það sýnir sig bara að barnafjölskyldur eru að flytja burt, það kom fram í rannsókninni. Þá má maður alveg hugsa hvort skipulagið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara í rétta átt eða hvort hægt sé að gera eitthvað öðruvísi,“ segir hún. Er hægt að nýta þetta verkefni eitthvað áfram? „Þetta sýnir að ef fólk ætlar að halda áfram að flytja og allir keyra einir á bílnum sínum í vinnuna mun ferðatíminn aukast og umferðaraðirnar, eins og við Ölfusárbrúnna og Rauðavatn, munu lengjast. Það er ekki gott og það þarf einhvern veginn að bregðast við og góð leið væri að efla almenningssamgöngur og fá fleiri í það. En svo er mjög sterk bílamenning á Íslandi og fólk vill vera á bílnum þannig þetta er flókið,“ Skipulag Árborg Umferð Bítið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistararitgerðinni „Búsetuóskir og val á ferðamáta – Ákvörðun um flutning til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins í tilviki Selfoss“ sem Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifaði í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét rannskaði þar ákvörðun fólks um að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Rannsóknin byggði á spurningakönnun sem var lögð fyrir fimmtíu nýaðflutta íbúa Selfoss og síðan tók Margrét viðtöl við þrjá þeirra. Margrét ræddi ritgerðina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Sérbýli og fjölskylduvænt umhverfi Ein helsta ástæðan fyrir flutningum fólks var möguleikinn á ódýrara húsnæði og sérbýli að sögn Margrétar. „Fólk hafði mikinn áhuga á að fara í einbýli, par- eða raðhús með garði sem var á betra verði en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Margrét. Fjöldi fólks hefur flutt á Selfoss á síðustu árum.Vísir/Einar Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem togar í? „Það var líka rólegra umhverfi, að vera nær náttúrunni og í fjölskylduvænu umhverfi, að það væri stutt að fara í skólann fyrir krakkana og vera nær grunnþjónustu,“ segir Margrét. Fólk sækist meira í frið og ró. „Fólk talaði mikið um að umferðin á höfuðborgarsvæðinu væri orðin of mikil og það vildi losna við umferð og umferðarteppur,“ segir Margrét. Fjarvinna hafi breytt umhverfinu Rannsóknin sýndi að fólk hafði ekki tengsl við Selfoss þegar það flutti en var tilbúið að sætta sig við flutninginn því það fékk búsetuóskir sínar uppfylltar. Meðal þess sem skipti miklu máli var öryggi barna. „Að börnin geti farið sjálf í skólann, labbað sjálf og að börnin þurfi ekki að þvera stórar umferðargötur heldur geti labbað milli hverfa og húsa,“ segir Margrét. Flestir hafi flutt frá Reykjavík en þó hafi verið góð dreifing af öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hafi aðallega verið barnafjölskyldur og eldri hjón. Maður tapar tíma að keyra á milli, hefur það engin áhrif? „Fjarvinna hefur breytt umhverfinu aðeins, fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu vinnur einu sinni til þrisvar í viku í fjarvinnu heima. Það náttúrulega sparar tíma og fólk talaði um að það skipti mjög miklu máli að geta gert það,“ segir Margrét. „Svo voru líka margir sem fluttu á Selfoss og vinna á Selfossi. Þannig það eru vísbendingar um að fólk hafi mögulega skipt um vinnu og unnið á Selfossi til að vera nær heimilinu,“ segir Margrét. Telur þéttingastefnu og breyttar neysluvenjur hafa áhrif Breyttar neysluvenjur og áhrif þéttingastefnu hafi áhrif á flutninga barnafjölskyldna frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölgi brottfluttum sem vinna áfram í borginni muni umferð þyngjast við Ölfusárbrú og Rauðavatn. „Fólk þarf ekki að búa alveg við vinnustaðinn og þjónustuna. Það kom líka fram að það er auðvelt að fá heimsent, það þarf ekki að fara á höfuðborgarsvæðið, það þarf ekki að fara í Kringluna til að kaupa sér föt,“ segir Margrét. „Þessi þéttingastefna sem er í gangi er kannski ekki að taka tillit til allra samfélagshópa. Það sýnir sig bara að barnafjölskyldur eru að flytja burt, það kom fram í rannsókninni. Þá má maður alveg hugsa hvort skipulagið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara í rétta átt eða hvort hægt sé að gera eitthvað öðruvísi,“ segir hún. Er hægt að nýta þetta verkefni eitthvað áfram? „Þetta sýnir að ef fólk ætlar að halda áfram að flytja og allir keyra einir á bílnum sínum í vinnuna mun ferðatíminn aukast og umferðaraðirnar, eins og við Ölfusárbrúnna og Rauðavatn, munu lengjast. Það er ekki gott og það þarf einhvern veginn að bregðast við og góð leið væri að efla almenningssamgöngur og fá fleiri í það. En svo er mjög sterk bílamenning á Íslandi og fólk vill vera á bílnum þannig þetta er flókið,“
Skipulag Árborg Umferð Bítið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira