Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 22:07 Bílnum var ekið á hóp fólks á Water-stræti. AP/Danny Lawson Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar. Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Liverpool í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast saman á strætum borgarinnar til að fylgjast með sigurskrúðgöngu karlaliðs Liverpool í knattspyrnu, sem lauk keppni í ensku úrvalsdeildinni í gær og stóð uppi sem enskur meistari. Leita ekki að fleirum Jenny Sims, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Liverpool, sagði á fundinum að „nokkur fjöldi fólks“ hefði slasast og verið færður á sjúkrahús til aðhlynningar. Þar að auki hafi stór hópur fólks á öllum aldri slasast en ekki þarfnast aðhlynningar á sjúkrahúsi, heldur hafi verið hlúð að því fólki á vettvangi. Þá sagði hún 53 ára mann, sem talið er að hafi ekið bifreiðinni, hafa verið handtekinn. Rannsókn á aðdraganda málsins væri hafin, en ekki væri talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Talið sé að maðurinn hafi verið einn að verki, og ekki væri verið að leita að fleirum. Fjórum bjargað undan bílnum David Kitchen, yfirmaður sjúkraflutninga á norðvestur Englandi sagði viðbragðsaðila hafa verið fljóta á staðinn. Alls hafi 27 manns verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar, þar af fjögur börn. Einn sjúkraflutningamaður á reiðhjóli hefði slasast, en þó ekki alvarlega. Yfirmaður slökkviliðs Merseyside, Nick Searle, sagði þrjá fullorðna einstaklinga og eitt barn hafa verið undir bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði. Þeim hafi verið komið til bjargar eins skjótt og auðið var, og komið í sjúkrabíl. Fyrir blaðamannafundinn hafði verið greint frá því að 53 ára karlmaður væri í haldi lögreglu, og að hann væri breskur og hvítur, eins og það var orðað í tilkynningu lögreglu. Þar var almenningur einnig hvattur til þess að taka ekki þátt í getgátum um atvikið, og beðinn um koma upplýsingum sem hjálpað gætu til við rannsókn málsins beint til lögreglunnar.
Bretland England Tengdar fréttir „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20