Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 07:06 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki sáttur með framferði Pútín Rússlandsforseta og segist íhuga refsiaðgerðir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta „algjörlega genginn af göflunum“ í kjölfar loftárása Rússa á Úkraínu um helgina. Ágengni Pútín muni leiða til falls Rússlands og segist Trump íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni. Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Trump tjáði sig um Pútín á Truth Social, samfélagsmiðli sínum rétt eftir miðnætti í gær. „Ég hef alltaf átt mjög gott samband við Vladímír Pútín frá Rússlandi en það hefur eitthvað komið fyrir hann. Hann er algjörlega genginn af göflunum! Hann drepi fjölda fólks að óþörfu og ég er ekki bara að tala um hermennina. Eldflaugum og drónum er skotið inn í borgir Úkraínu að ástæðulausu,“ skrifar Trump í færslunni. Stærstu loftárásir Rússa á Úkraínu frá því stríðið hófst áttu sér stað á aðfaranótt sunnudags og fram á morgun hans að sögn úkraínska hersins. Að minnsta kosti tólf voru drepnir og tugir særðust. Flugher Úkraínu segist hafa náð að stöðva 266 dróna og 45 eldflaugar en flest héruð Úkraínu hafi samt orðið fyrir árásum. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump við blaðamenn á sunnudagskvöld. Þar sagðist hann jafnframt vera að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússum. Stríð Selenskí, Pútín og Biden „Ég hef alltaf sagt að hann vill ALLA Úkraínu, ekki bara hluta af henni, og kannski er það að reynast rétt. En ef hann gerir það, mun það leiða til falls Rússlands!“ skrifaði Trump einnig í færslunni. „Sömuleiðis gerir Selenskí forseti landi sínu enga greiða með því að tala eins og hann gerir. Allt sem kemur út úr munni hans veldur vandræðum. Mér líka það illa og hann ætti að hætta,“ sagði Trump um Úkraínuforseta í færslunni. „Þetta er stríð sem hefði aldrei byrjað ef ég hefði verið forseti. Þetta er stríð Selenskí, Pútín og Biden, ekki stríð Trump. Ég er bara að hjálpa til við að slökkva stóra og ljóta elda, sem voru kveiktir með vítaverðri vanhæfni og hatri,“ sagði hann að lokum í færslunni.
Donald Trump Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira