Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 18:47 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknina umfangsmikla og á frumstigum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni. vísir/samsett Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun vegna eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar bjuggu fjórir karlmenn sem leigðu herbergi í íbúðinni en einn þeirra var farinn í vinnuna þegar eldurinn kom upp. Þrír voru inni og komst einn þeirra út um glugga. Hinir tveir eru látnir. „Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að þeir tengist einungis í gegnum það að vera samleigjendur. Sá þriðji er þungt haldinn. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“ Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Er grunur um slíkt? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu, það er eitt af því sem er til rannsóknar, það er hvort eldurinn hafi kviknað eða verið kveiktur og þá með saknæmum hætti.“ Er eitthvað sem bendir til þess? „Ég get ekki tjáð mig um það.“ Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum aðilum. „Bæði af þeim sem lentu í brunanum og vitnum og íbúum í húsinu,“ segir Ævar. Slökkvilið hefur talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar þar inni. Nágrannar lýstu því að hafa heyrt sprengingu í tengslum við eldsvoðann. Er eitthvað sem bendir til þess að hafi verið fíkniefnaframleiðsla í íbúðinni, eða eitthvað slíkt? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“ Rannsóknin sé umfangsmikil og muni taka tíma. Heldurðu að það verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum? „Nei ég á ekki von á því,“ segir Ævar. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun vegna eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar bjuggu fjórir karlmenn sem leigðu herbergi í íbúðinni en einn þeirra var farinn í vinnuna þegar eldurinn kom upp. Þrír voru inni og komst einn þeirra út um glugga. Hinir tveir eru látnir. „Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að þeir tengist einungis í gegnum það að vera samleigjendur. Sá þriðji er þungt haldinn. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“ Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Er grunur um slíkt? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu, það er eitt af því sem er til rannsóknar, það er hvort eldurinn hafi kviknað eða verið kveiktur og þá með saknæmum hætti.“ Er eitthvað sem bendir til þess? „Ég get ekki tjáð mig um það.“ Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum aðilum. „Bæði af þeim sem lentu í brunanum og vitnum og íbúum í húsinu,“ segir Ævar. Slökkvilið hefur talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar þar inni. Nágrannar lýstu því að hafa heyrt sprengingu í tengslum við eldsvoðann. Er eitthvað sem bendir til þess að hafi verið fíkniefnaframleiðsla í íbúðinni, eða eitthvað slíkt? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“ Rannsóknin sé umfangsmikil og muni taka tíma. Heldurðu að það verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum? „Nei ég á ekki von á því,“ segir Ævar.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira