Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 19:15 Landsréttur þyngdi dóm yfir Elmari Erni Sigurðssyni um hálft ár. Vísir Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Elmari Erni Sigurðssyni fyrir kynferðisbrot. Hann var sakfelldur fyrir tvær nauðganir, og að hafa tekið þær upp á myndskeið. Brotin áttu sér stað í janúar og september 2017. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Refsing Elmars var ákveðin fjögur ár og honum gert að greiða brotaþola miskabætur upp á þrjár milljónir króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Elmar til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu 2,2 milljóna króna í miskabætur. Í fyrra málinu var Elmari gefið að sök að nauðga konu á meðan hún lá sofandi eða meðvitundarlítil í rúmi. Í ákæru sagði að hann hafi notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis og svefndrunga. Seinni nauðguninni er lýst á mjög líkan hátt í ákærunni, en hún beindist að sömu konu. Helsti munurinn á lýsingunum tveimur var að það fyrra átti sér stað á heima hjá honum að degi til, en seinni heima hjá henni að nóttu til. Þá var honum gefið að sök að hafa útbúið myndskeið af brotunum, án samþykkis eða vitneskju konunnar. Hann hafi síðan komið myndefninu fyrir á minnislykli sem hann setti síðar í póstkassa konunnar. Ítarlega var fjallað um málið þegar dómur féll í héraðsdómi á síðasta ári: Landsréttur staðfesti sakfellingu Elmars í héraði í ákæruliðum sem sneru að nauðgununum tveimur, auk þess sem hann staðfesti sakfellingu fyrir upptöku brotanna og heimfærði undir ákvæði hegningarlaga um blygðunarsemisbrot. Auk miskabóta var Elmari gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega 1,9 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Refsing Elmars var ákveðin fjögur ár og honum gert að greiða brotaþola miskabætur upp á þrjár milljónir króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Elmar til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu 2,2 milljóna króna í miskabætur. Í fyrra málinu var Elmari gefið að sök að nauðga konu á meðan hún lá sofandi eða meðvitundarlítil í rúmi. Í ákæru sagði að hann hafi notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis og svefndrunga. Seinni nauðguninni er lýst á mjög líkan hátt í ákærunni, en hún beindist að sömu konu. Helsti munurinn á lýsingunum tveimur var að það fyrra átti sér stað á heima hjá honum að degi til, en seinni heima hjá henni að nóttu til. Þá var honum gefið að sök að hafa útbúið myndskeið af brotunum, án samþykkis eða vitneskju konunnar. Hann hafi síðan komið myndefninu fyrir á minnislykli sem hann setti síðar í póstkassa konunnar. Ítarlega var fjallað um málið þegar dómur féll í héraðsdómi á síðasta ári: Landsréttur staðfesti sakfellingu Elmars í héraði í ákæruliðum sem sneru að nauðgununum tveimur, auk þess sem hann staðfesti sakfellingu fyrir upptöku brotanna og heimfærði undir ákvæði hegningarlaga um blygðunarsemisbrot. Auk miskabóta var Elmari gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega 1,9 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira