Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:13 Sæbrautin mun hverfa undir jörð á næstu árum. Vísir/Vilhelm Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32
Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21