Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 21. maí 2025 14:02 N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Grundtvig er einnig kallaður faðir lýðskólanna en hann lagði grunninn að hugmyndarfræði þeirra þar sem fræðslan á að vekja áhuga hjá nemendum og kveikja innri áhugahvöt þeirra og forvitni. Ekki skal leggja áherslu á próf eða mat heldur heldur fræðslu og uppgötvun. Lýðskólar eiga að vera opnir öllum og þjóna nemendanum og samfélaginu og undirbúa bæði fyrir lýðræðisleg vinnubrögð. Lýðskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sá fyrsti var stofnaður árið 1881 af Guðmundi Hjaltasyni á Akureyri sem sótti sjálfur árin á undan lýðskóla í Noregi og starfaði í nokkur ár. Árið 1905 var svokallaður Hvítárbakkaskóli stofnaður í Borgarfirði af Sigurði Þórólfssyni og var sá skóli starfandi í 20 ár við góðan orðstír og styrktur af Alþingi. Árið 1927 stofnaði Sigurður Greipson Íþróttaskólann í Haukadal með lýðskólasniði og var sá skóli starfandi til vorsins 1970 og þegar mest lét voru þar 42 nemendur árið 1939. Aðrir lýðskólar voru stofnaðir þá sérstaklega bændaskólar í anda lýðskóla en hægt og rólega þróaðist sú menntun yfir í formlega menntun. Árið 1972-1987 var starfandi lýðskóli í Skálholti af Íslensku þjóðkirkjunni og voru sérstök lög sett um þann skóla árið 1977 en var breytt árið 1993 og skólinn endurskilgreindur. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til stofnun lýðskóla á Íslandi en er saga þeirra flestra stutt, oftast vegna skorts á stuðningi og skilningi og þeir keyrðir áfram af hugsjónum einstaklinga sem engin tók við þegar orka frumkvöðlanna þvarr. Í dag eru 70 lýðskólar í Danmörku, 80 skólar í Noregi og þegar Svíþjóð og Finnlandi eru talin með eru þeir yfir 400 talsins. Þess má geta að það eru 3 lýðskólar í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Á Íslandi eru tveir starfandi lýðskólar í dag, LUNGA á Seyðisfirði og Lýðskólinn á Flateyri. Grunnddvallarhugmynd lýðskóla fól í sér að þeir áttu ekki að vera háðir fjárframlögum frá hinu opinbera en í nútímasamfélagi er það óraunhæft. Forsenda þess að það eru þó tveir lýðskólar á Íslandi er fjárframlag frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þeirra stuðningur. Einnig eru innheimt skólargjöld en skólunum er leyfilegt að safna styrkjum og skrá styrktaraðila. Lýðskólinn á Flateyri er félagasamtök fólks sem hefur trú á lýðskólahugmyndinni og vill um leið efla byggð á Flateyri. Hér með er óskað eftir styrktaraðilum ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því. Einnig er hægt að gerast félagsmaður í gegnum heimasíðu skólans. Lýðskólinn á Flateyri skapar 3 heilsársstörf á staðnum ásamt því að gefa ungu fólki allstaðar af landinu, sem og öðrum löndum, tækifæri á að tengjast samfélaginu fyrir vestan og gerast Flateyringar. Einnig stendur skólinn fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn og að loknum sjö starfsárum þá er gaman að segja frá því að 30% barna á leikskóla Flateyrir eru „lýðskólabörn“ en hér hafa nemendu fellt saman hugi, sest að og stofnað fjölskyldur. Þá ræður Lýðskólinn á Flateyri fjölda kennara sem koma og halda einstök námskeið fyrir nemendur og er alltaf leitast við að finna kennara og áhugaverð námskeið sem fyrir eru á Vestfjörðum, ef hægt er að koma því við. Þetta eru listgreinakennarar,ferðaþjónustuaðilar og leiðsögufólk en hér á Vestfjörðum er rólegra að gera hjá þeim yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á ýmsan ávinning þess að sækja lýðskóla. Fyrrum nemendur í norskum lýðskólum upplifðu t.d. aukið sjálfstraust og aukin persónulegan þroska eftir veru sína í lýðskóla. Í Svíþjóð eru lýðháskólar taldir órjúfanlegur hluti af borgaralegu samfélagi og sýna rannsóknir að fyrrum nemendur taki fremur þátt í borgaralegu starfi, samanborið við almenning. Fyrir nemendur sem hafa hætt námi í framhaldsskóla jók lýðháskóli líkur á því að þeir færu aftur í nám og lykju því, einkum á bóklegum brautum. Ekki eru enn til rannsóknir á áhrifum lýðskóla á Íslandi á nemendur en vonandi kveikir þessi grein áhuga hjá einhverjum á því að framkvæma slíka rannsókn. Skv 26. gr útlendingalaga geta nemendur utan Schengen ekki sótt lýðskóla á Íslandi nema þeir séu starfandi hér í 3 mánuði í senn en þá þurfa þeir nemendur að yfirgefa Shengen svæðið. Það að nemendur utan Schengen svæðisins geta ekki fengið námsmannadvalarleyfi til að sækja lýðskóla hér á landi stendur íslenskum lýðskólum fyrir þrifum en okkur berast umsóknir frá nemendum ár hvert m.a frá Bandaríkjunum og Kanada sem geta (því miður) ekki sótt t.d 8 mánaða vetrarnámsdvöl við Lýðskólann á Flateyri. Fjárskortur hefur gert Lýðskólanum á Flateyri erfitt fyrir að markaðssetja sig erlendis, mynda tengsl og fara í heimsóknir t.d í framhaldsskóla á hinum Norðurlöndunum líkt og danskir lýðskólar gera hér á landi, því samkeppnin um nemendur nokkuð hörð. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hérlendis er kveðið á um að móta eigi ungmennastefnu á kjörtímabilinu. Við sem störfum fyrir Lýðskólann á Flateyri hvetjum þá sem fá það hlutverk að hafa í huga hlutverk og gildi lýðskóla á Íslandi. Jafnframt skorum við á stjórnmálafólk að móta stefnu um lýðskóla á Íslandi og tryggja stöðu þeirra í samfélaginu. Mikilvægt er að gera öllum þeim sem þurfa og vilja kleift að sækja lýðskóla á Íslandi, óháð efnahag. Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju, sem hefur reynslu afþví að fara í lýðskóla, hérlendis eða erlendis, sem telur það hafa verið slæma ákvörðun. Þvert á móti segir mér fólk að það hafa verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og sjálfsstyrkingar og verið ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Því þurfum við að gera lýðskóla á Íslandi að raunverulegum valkosti fyrir allt ungt fólk sem á Íslandi býr. Höfundur er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Grundtvig er einnig kallaður faðir lýðskólanna en hann lagði grunninn að hugmyndarfræði þeirra þar sem fræðslan á að vekja áhuga hjá nemendum og kveikja innri áhugahvöt þeirra og forvitni. Ekki skal leggja áherslu á próf eða mat heldur heldur fræðslu og uppgötvun. Lýðskólar eiga að vera opnir öllum og þjóna nemendanum og samfélaginu og undirbúa bæði fyrir lýðræðisleg vinnubrögð. Lýðskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sá fyrsti var stofnaður árið 1881 af Guðmundi Hjaltasyni á Akureyri sem sótti sjálfur árin á undan lýðskóla í Noregi og starfaði í nokkur ár. Árið 1905 var svokallaður Hvítárbakkaskóli stofnaður í Borgarfirði af Sigurði Þórólfssyni og var sá skóli starfandi í 20 ár við góðan orðstír og styrktur af Alþingi. Árið 1927 stofnaði Sigurður Greipson Íþróttaskólann í Haukadal með lýðskólasniði og var sá skóli starfandi til vorsins 1970 og þegar mest lét voru þar 42 nemendur árið 1939. Aðrir lýðskólar voru stofnaðir þá sérstaklega bændaskólar í anda lýðskóla en hægt og rólega þróaðist sú menntun yfir í formlega menntun. Árið 1972-1987 var starfandi lýðskóli í Skálholti af Íslensku þjóðkirkjunni og voru sérstök lög sett um þann skóla árið 1977 en var breytt árið 1993 og skólinn endurskilgreindur. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til stofnun lýðskóla á Íslandi en er saga þeirra flestra stutt, oftast vegna skorts á stuðningi og skilningi og þeir keyrðir áfram af hugsjónum einstaklinga sem engin tók við þegar orka frumkvöðlanna þvarr. Í dag eru 70 lýðskólar í Danmörku, 80 skólar í Noregi og þegar Svíþjóð og Finnlandi eru talin með eru þeir yfir 400 talsins. Þess má geta að það eru 3 lýðskólar í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Á Íslandi eru tveir starfandi lýðskólar í dag, LUNGA á Seyðisfirði og Lýðskólinn á Flateyri. Grunnddvallarhugmynd lýðskóla fól í sér að þeir áttu ekki að vera háðir fjárframlögum frá hinu opinbera en í nútímasamfélagi er það óraunhæft. Forsenda þess að það eru þó tveir lýðskólar á Íslandi er fjárframlag frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu og þeirra stuðningur. Einnig eru innheimt skólargjöld en skólunum er leyfilegt að safna styrkjum og skrá styrktaraðila. Lýðskólinn á Flateyri er félagasamtök fólks sem hefur trú á lýðskólahugmyndinni og vill um leið efla byggð á Flateyri. Hér með er óskað eftir styrktaraðilum ef einhver sem þetta les hefur áhuga á því. Einnig er hægt að gerast félagsmaður í gegnum heimasíðu skólans. Lýðskólinn á Flateyri skapar 3 heilsársstörf á staðnum ásamt því að gefa ungu fólki allstaðar af landinu, sem og öðrum löndum, tækifæri á að tengjast samfélaginu fyrir vestan og gerast Flateyringar. Einnig stendur skólinn fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn og að loknum sjö starfsárum þá er gaman að segja frá því að 30% barna á leikskóla Flateyrir eru „lýðskólabörn“ en hér hafa nemendu fellt saman hugi, sest að og stofnað fjölskyldur. Þá ræður Lýðskólinn á Flateyri fjölda kennara sem koma og halda einstök námskeið fyrir nemendur og er alltaf leitast við að finna kennara og áhugaverð námskeið sem fyrir eru á Vestfjörðum, ef hægt er að koma því við. Þetta eru listgreinakennarar,ferðaþjónustuaðilar og leiðsögufólk en hér á Vestfjörðum er rólegra að gera hjá þeim yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna ótvírætt fram á ýmsan ávinning þess að sækja lýðskóla. Fyrrum nemendur í norskum lýðskólum upplifðu t.d. aukið sjálfstraust og aukin persónulegan þroska eftir veru sína í lýðskóla. Í Svíþjóð eru lýðháskólar taldir órjúfanlegur hluti af borgaralegu samfélagi og sýna rannsóknir að fyrrum nemendur taki fremur þátt í borgaralegu starfi, samanborið við almenning. Fyrir nemendur sem hafa hætt námi í framhaldsskóla jók lýðháskóli líkur á því að þeir færu aftur í nám og lykju því, einkum á bóklegum brautum. Ekki eru enn til rannsóknir á áhrifum lýðskóla á Íslandi á nemendur en vonandi kveikir þessi grein áhuga hjá einhverjum á því að framkvæma slíka rannsókn. Skv 26. gr útlendingalaga geta nemendur utan Schengen ekki sótt lýðskóla á Íslandi nema þeir séu starfandi hér í 3 mánuði í senn en þá þurfa þeir nemendur að yfirgefa Shengen svæðið. Það að nemendur utan Schengen svæðisins geta ekki fengið námsmannadvalarleyfi til að sækja lýðskóla hér á landi stendur íslenskum lýðskólum fyrir þrifum en okkur berast umsóknir frá nemendum ár hvert m.a frá Bandaríkjunum og Kanada sem geta (því miður) ekki sótt t.d 8 mánaða vetrarnámsdvöl við Lýðskólann á Flateyri. Fjárskortur hefur gert Lýðskólanum á Flateyri erfitt fyrir að markaðssetja sig erlendis, mynda tengsl og fara í heimsóknir t.d í framhaldsskóla á hinum Norðurlöndunum líkt og danskir lýðskólar gera hér á landi, því samkeppnin um nemendur nokkuð hörð. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hérlendis er kveðið á um að móta eigi ungmennastefnu á kjörtímabilinu. Við sem störfum fyrir Lýðskólann á Flateyri hvetjum þá sem fá það hlutverk að hafa í huga hlutverk og gildi lýðskóla á Íslandi. Jafnframt skorum við á stjórnmálafólk að móta stefnu um lýðskóla á Íslandi og tryggja stöðu þeirra í samfélaginu. Mikilvægt er að gera öllum þeim sem þurfa og vilja kleift að sækja lýðskóla á Íslandi, óháð efnahag. Ég hef ekki ennþá hitt þá manneskju, sem hefur reynslu afþví að fara í lýðskóla, hérlendis eða erlendis, sem telur það hafa verið slæma ákvörðun. Þvert á móti segir mér fólk að það hafa verið dásamlegur tími sjálfsuppgötvunar og sjálfsstyrkingar og verið ómetanlegt veganesti fyrir lífið. Því þurfum við að gera lýðskóla á Íslandi að raunverulegum valkosti fyrir allt ungt fólk sem á Íslandi býr. Höfundur er skólastjóri Lýðskólans á Flateyri.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar