Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:58 Norskur olíuborpallur í Norðursjó. Skylt er að taka tillit til loftslagsáhrifa þess að olíu og gasi sé brennt við umhverfismat á vinnslunni samkvæmt nýju áliti EFTA-dómstólsins. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Þrenn náttúruverndarsamtök stefndu norskum stjórnvöldum til þess að freista þess að stöðva fyrirhugaða olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Þau byggja á því að ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa vinnslunnar á loftslag jarðar þegar norska orkumálaráðuneytið veitti leyfin fyrir vinnslunni. Norskur áfrýjunar dómstóll leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem kvað í dag upp úr um að losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af brennslu þeirra sem kaupa olíuna og gasið teljist til umhverfisáhrifa vinnslunnar í skilningi tilskipunar Evrópusambandsins um mat á umhverfisáhrifum. Áfrýjunardómstóllinn tekur málið fyrir aftur í september. Þegar er byrjað að vinna olíu og gas á tveimur svæðum í Norðursjó sem málið snýst um, á svonefndum Breiðabliks- og Tyrvingsvæðum. Framkvæmdir standa enn yfir á Yggdrasilssvæðinu, því stærsta sem er undir í málinu. Ólíkar túlkanir á þýðingunni Grænfriðungar í Noregi lýsa álitinu sem fullnaðarsigri. Það þýði að það sé ólöglegt að samþykkja nýja gas- og olíuvinnslu án þess að meta loftslagsáhrifin af bruna jarðefnanna. Álitið geti haft mikla þýðingu fyrir olíuvinnslu í Evrópu allri. „Afleiðingar skýrs álits EFTA-dómstólsins eru að það verður að ógilda ákvarðanirnar og að það verður að stöðva ólögleg áhrif áframhaldandi starfsemi þessara linda,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Jenny Sandvig, lögmanni náttúruverndarsamtakanna. Fulltrúi norska ríkislögmannsins er ekki sammála því. Áliti þýði ekki að leyfin sem voru veitt og deilt er um í dómsmálinu séu óögleg. Áfrýjunardómstóllinn þurfi enn að svara nokkrum lykilspurningum í málinu. Í áliti dómstólsins kemur fram að landsdómstóli í Noregi sé skylt að koma í veg fyrir ólögmætar afleiðingar þess að ekki var framkvæmt fullt mat á umhverfisáhrifum jarðefnavinnslunnar, að því marki sem unn er samkvæmt landslögum. Dómstóll geti ekki heldur veitt afturvirka undanþágu frá þeirri skyldu að meta loftslagsáhrifin. EFTA-dómstóllinn útilokar ekki að hægt sé að vinna umhverfismatið á meðan framkvæmdir standa yfir eða jafnvel eftir að starfsemin sé hafin til þess að uppfylla tilskipunina. Aftur á móti megi landslög um það ekki veita aðilum tækifæri til að komast í kringum reglurnar. Þá þarf við þær aðstæður að taka tillit til heildarumhverfisáhrifa verkefnis frá því að því er lokið, ekki aðeins framtíðaráhrifa þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti EFTA Umhverfismál Evrópusambandið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent