Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann og Sigurður Kári Harðarson skrifa 21. maí 2025 09:01 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun