Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 08:33 Frá undirritun samningsins. Aðsend Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Fyrsta hugmyndasamkeppnin verður haldin haustið 2025 og munu nánari upplýsingar um keppnina verða kynntar við upphaf haustannar háskólans. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að samstarfið sé mikilvægt skref í að efla tengsl háskólasamfélagsins og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun, sköpunargleði og hagnýta reynslu nemenda. „Sterk tengsl við atvinnulífið og áhersla á nýsköpun hafa verið aðalsmerki Háskólans í Reykjavík allt frá stofnun. Þetta nýja samstarf við Reiti er liður í því að efla þessi tengsl og þessa áherslu enn frekar. Samstarfið veitir nemendum okkar góð tækifæri til þess að nýta þekkingu sína í raunverulegum verkefnum, taka þátt í nýsköpun og styrkja sín eigin tengsl við atvinnulífið,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í tilkynningu. Í samstarfinu muni HR og Reitir standa fyrir hugmyndasamkeppni þar sem nemendur þvert á deildir fái tækifæri til að taka þátt í þróun lausna á raunverulegum viðfangsefnum sem Reitir vinna að, eða stefna að í framtíðinni. Hugmyndasamkeppni á sér erlendar fyrirmyndir samkvæmt tilkynningu og verðmætt tækifæri fyrir nemendur sem taka þátt til þess að styrkja tengsl sín við atvinnulífið, nýta fræðilega þekkingu sína á hagnýtan hátt, þróa færni í teymisvinnu, verkefnastjórnun og kynningu, fá faglega endurgjöf frá sérfræðingum og kynnast starfi fyrirtækja innan fasteignageirans. „Við erum virkilega spennt að hefja nýja vegferð með Háskólanum í Reykjavík, og efla nýsköpun í okkar verkefnum í samstarfi við þann öfluga hóp nemenda sem stundar nám við háskólann. Samstarfið er ekki síður liður í samfélagslegri ábyrð Reita og framlag til menntunar og nýsköpunar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningunni. Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Arkitektúr Tíska og hönnun Reitir fasteignafélag Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Fyrsta hugmyndasamkeppnin verður haldin haustið 2025 og munu nánari upplýsingar um keppnina verða kynntar við upphaf haustannar háskólans. Í sameiginlegri tilkynningu kemur fram að samstarfið sé mikilvægt skref í að efla tengsl háskólasamfélagsins og atvinnulífsins með áherslu á nýsköpun, sköpunargleði og hagnýta reynslu nemenda. „Sterk tengsl við atvinnulífið og áhersla á nýsköpun hafa verið aðalsmerki Háskólans í Reykjavík allt frá stofnun. Þetta nýja samstarf við Reiti er liður í því að efla þessi tengsl og þessa áherslu enn frekar. Samstarfið veitir nemendum okkar góð tækifæri til þess að nýta þekkingu sína í raunverulegum verkefnum, taka þátt í nýsköpun og styrkja sín eigin tengsl við atvinnulífið,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, í tilkynningu. Í samstarfinu muni HR og Reitir standa fyrir hugmyndasamkeppni þar sem nemendur þvert á deildir fái tækifæri til að taka þátt í þróun lausna á raunverulegum viðfangsefnum sem Reitir vinna að, eða stefna að í framtíðinni. Hugmyndasamkeppni á sér erlendar fyrirmyndir samkvæmt tilkynningu og verðmætt tækifæri fyrir nemendur sem taka þátt til þess að styrkja tengsl sín við atvinnulífið, nýta fræðilega þekkingu sína á hagnýtan hátt, þróa færni í teymisvinnu, verkefnastjórnun og kynningu, fá faglega endurgjöf frá sérfræðingum og kynnast starfi fyrirtækja innan fasteignageirans. „Við erum virkilega spennt að hefja nýja vegferð með Háskólanum í Reykjavík, og efla nýsköpun í okkar verkefnum í samstarfi við þann öfluga hóp nemenda sem stundar nám við háskólann. Samstarfið er ekki síður liður í samfélagslegri ábyrð Reita og framlag til menntunar og nýsköpunar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningunni.
Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Arkitektúr Tíska og hönnun Reitir fasteignafélag Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira