Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar 21. maí 2025 10:01 Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hinsegin Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ætlar virkilega enginn að svara uppspuna og rangfærslum Harðar Torfasonar um réttindabaráttu samkynhneigðra? Þannig hafa menn spurt mig árum saman. Þegar bersýnilega röng frásögn hans er kynnt sem hin raunverulega saga og honum veitt „Heiðursmerki Samtakanna 78“ er skylt að bregðast við. Þannig þakka Samtökin 78 nýtilkominn stuðning hans við hinsegin stefnu og söguskoðun og staðfesta og stimpla frásögn hans sem er dramatísk og færi vel á leiksviði en á lítið skylt við raunveruleikann. Í áratugi hefur Hörður stagast á sömu sögunni í viðtölum og færslum og segir alltaf sína persónulegu sögu og gerir hana að sögu réttindabaráttu samkynhneigðra. Söguna byggir hann á tvennu: í fyrsta lagi á viðtali í Samúel sumarið 1975, þar sem hann sagði fyrstur Íslendinga í blaði að hann væri hommi og fluttist svo úr landi, en staðhæfir þó að þá hafi hann „hafið opinberlega baráttu fyrir réttindum okkar samkynhneigðra á Íslandi. (1)“ Í öðru lagi byggir hann sögu sína á stofnfundi Samtakanna 78 með fundarmönnum úr Iceland Hospitality, félagi sem þegar var til. Hörður hafði þá komið til Íslands að leikstýra, tók að sér að skipuleggja fundinn og fór síðan aftur heim til sín í Danmörku og fluttist ekki til Íslands fyrr en þrettán árum seinna, árið 1991. Þetta tvennt, sem er góðra gjalda vert en telst varla mikið miðað við það sem margir aðrir lögðu af mörkum, hefur hann í hálfa öld blásið út sem upphaf og hornstein réttindabaráttunnar þar sem hann hafi alla tíð staðið í stafni og verið í aðalhlutverki. Hann fullyrðir að hann hafi verið „eini maðurinn á Íslandi sem gekkst við kynhneigð sinni, (2)“ hann einn hafi stofnað Samtökin 78 sem hafi „orðið til vegna þrotlausrar vinnu, (3)“ hans. Hann hefur líka fullyrt: „enginn einstaklingur hefur unnið kauplaust jafnlengi og ötullega að réttindabaráttu (4“) og hann hafi „verið sá eini sem þorði að leggja til atlögu við alla þá bælingu og það myrkur, hatur og kúgun, sem ríkti í íslensku samfélagi. Einn gegn öllum. (5)“ Óhrekjanleg staðreynd er þó að Hörður Torfason bjó í Danmörku frá 1975 og allan níunda áratuginn meðan baráttan hófst hér heima, náði flugi og bar árangur. Þegar hann kom heim var erfiðasti hjallinn að baki. Hörður tók engan þátt í baráttunni, var ekki meðal frumherjanna og hefur aldrei tekið hinn minnsta þátt í starfi Samtakanna 78. Hann hefur aldrei minnst á þá fjölmargu homma sem lögðu á sig ómælt erfiði á þessum árum við að ná hommum saman og efla samstöðu þeirra og sjálfsmynd. Hörður fjallar aldrei um málefni samkynhneigðra eða annað fólk yfirleitt en sí og æ um viðtalið í Samúel fyrir hálfri öld og ofsóknir og þjáningar sem hann einn hafi mátt þola fyrir að vera yfirlýstur hommi. Hvernig sem það var er ljóst að á þeim árum var ekki óalgengt að hommar yrðu fyrir aðkasti, jafnvel barsmíðum, svo Hörður var ekki sá eini sem lenti í því og fjölmargir mun verr. Hins vegar hefur Hörður ekki sparað að hæða, niðurlægja og rægja samferðamenn sína og brautryðjendur í baráttunni og kallað þá „D-hópinn“ sem vildi bara „ djamm, djús og dóp (6)“ og sagt þá ekki hafa hugsað um annað en skemmtanir og kynlíf, en hann einn hafi hugsað um réttindabaráttu og mannréttindi. Hann hefur endalaust upphafið sjálfan sig í fjölmiðlum sem píslarvott, frelsara og hetju og er að eigin sögn „einn gegn öllum, þjóðfrægur listamaður sem missti umsvifalaust allt úr höndunum og varð að flýja land til að halda lífi. (7)“ Það má öllum vera ljóst að andóf gegn félagslegu mistrétti á sér alltaf langa sögu þar sem samfélagsbreytingar og nýjar aðstæður skapa ný viðhorf, nýtt sjónarhorn sem leiðir menn saman og skapar samstöðu. Að stutt viðtal í tímariti breyti gangi sögunnar er ótrúleg einföldun. Engum er illa við Hörð Torfason því hann er þrátt fyrir allt vænsti maður en það verður að gera þá kröfu til fólks og félagasamtaka sem segjast berjast fyrir mannréttindum og hagsmunum samfélagshópa að virða það sem á undan er gengið, reyna að skilja aðstæður í fortíðinni og setja sig í spor þeirra sem hófu baráttuna, virða þá og halda sig eftir bestu getu, í sannleiksást og einlægni, við það sem raunverulega gerðist. Höfundur gekk til liðs við Samtökin 78 á fyrstu árum þeirra. Tilvísanir: 1 . Facebookfærsla Harðar Torfasonar 31.07.23. 2. DV 03.11.2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 3. DV 03.11. 2019. Harðar deilur um baráttusögu samkynhneigðra 4. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 02.11.2019 5. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 14.08.2023 6. Facebookfærsla Harðar Torfasonar 01.10.2019 7. Facebookfærsla Harðar Torfasonsr 14.08.2023
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun