Óvíst hvar börnin lenda í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 06:31 Húsnæði skólans við Fornhaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur var byggt 1960. Skólanum verður lokað að hluta og börnum komið fyrir annars staðar. Reykjavíkurborg Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39