Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 12:10 Kim Kardashian á leið í dómshúsið í París í á tólfta tímanum í dag. AP/Aurelien Morissard Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana. Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“ Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira