Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 12:10 Kim Kardashian á leið í dómshúsið í París í á tólfta tímanum í dag. AP/Aurelien Morissard Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana. Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“ Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira