Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 12. maí 2025 17:30 Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Alþingi Húsnæðismál Fasteignamarkaður Airbnb Leigumarkaður Samfylkingin Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Ummerki hafa verið á ákveðnum tímum að fjársterkir aðilar hafi hreinlega keypt heilu blokkirnar á undanförnum árum án þess að setja fasteignirnar í „vinnu“, það er að segja að leigja þær út eða selja aftur, heldur ákveðið að láta þær standa tómar og bíða eftir því að markaðsverð á fasteignum hækki. Skýr merki voru um þetta í kjölfar heimsfaraldursins á sama tíma og óvissa var á öðrum mörkuðum. Við Íslendingar höfum séð, sökum óstöðugleika, að það er best þegar við getum fjárfest í steypu enda hefur fasteignaverð til langs tíma hækkað mikið og umfram verðbólgu. Miklar breytingar á fáum árum Í febrúar birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) Vegvísi leigumarkaðar. Þar var meðal annars fjallað um skammtímaleigu á íbúðum til ferðamanna, oft kennd við Airbnb, sem er stórtækasta fyrirtækið í miðlun á þeim markaði. Í Vegvísinum kom fram að um níu þúsund leigueiningar hafi verið skráðar hjá Airbnb til skammtímaútleigu til ferðamanna í fyrrasumar. Helmingur þeirra var á höfuðborgarsvæðinu og hinn helmingurinn utan þess. HMS benti á í Vegvísinum að skráningum hefði fjölgað hratt á síðustu árum, en á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði 2020 til 2022 voru þær á bilinu 4.000 til 6.500. Í greiningu HMS kom fram að tvær af hverjum þremur eignum sem voru í útleigu í gegnum Airbnb síðasta sumar hafi verið í eigu leigusala sem leigðu út fleiri en eina eign. Ein af hverjum þremur var því í eigu þeirra sem voru bara að leigja út eina eign, til dæmis heimilið sitt, í nokkra daga í senn. Frá 2015 hefur hlutdeild stórtækra leigusala, sem eru með fleiri en tíu eignir í útleigu, næstum þrefaldast. Hún var tíu prósent af markaðinum árið 2015 en 28 prósent í desember 2024. Heimili, ekki fjárfestingarvara Það þarf að tryggja að íbúðir fólks verði ekki fjárfestingarvara fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja. Það þarf að tryggja að þær íbúðir sem til eru á markaðnum nýtist sem heimili fólks. Það lagafrumvarp sem liggur í meðförum þingsins snýr að því að gera meiri kröfur til þeirra aðila sem leigja út íbúðir til ferðamanna á þann veg að í þeim tilvikum þar sem íbúðir eru notaðar í slíkan rekstur greiði þeir tilheyrandi gjöld. Hugmyndafræði skammtímaleigu er sú að fólk leigi út eigið heimili, lögheimili sitt, til ferðamanna í takmarkaðan tíma og geti þannig haft tekjur af íbúð t.d. yfir sumartímann. Þær breytingar sem verið er að gera takmarka samt sem áður ekki svigrúm til þess að leigja út húsnæði heldur eru gerðar kröfur til þess að einstaklingar og lögaðilar hafi fengið samþykki til að reka gististarfsemi og greiða gjöld og skatta í samræmi við slíkt. Samfélagið þarf að tryggja íbúum landsins húsnæði til búsetu í stað þess að gera íbúðir að fjárfestingum fjársterkra einstaklinga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar