Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 12. maí 2025 15:45 Hér má sjá kort af vegalengdinni sem pilturinn ók eftir að lögregla kom auga á hann. Þess má geta að hún hafði áður fengið tilkynningu um akstur hans við Vífilstaði, sem er á miðju kortinu. Já.is Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira