Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar 12. maí 2025 10:30 Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar