Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 23:27 Julian Foulkes er fyrrverandi lögregluþjónn á Englandi. x Fyrrverandi breskur lögregluþjónn á eftirlaunum var handtekinn vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X þar sem meiningin var að vara við vaxandi gyðingahatri á Englandi. Breska blaðið The Daily Telegraph greinir frá. Julian Foulkes var handtekinn 2. nóvember 2023 á heimili sínu í Gillingham í Kent-héraði á Englandi þegar sex lögregluþjónar birtust heima hjá honum í kjölfar ummæla sem hann lét falla á X. Lögregluþjónarnir gerðu umfangsmikla húsleit á heimili hans, og námu á brott tölvu hans og síma. Foulkes var í kjölfarið handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann þurfti að dúsa í átta klukkustundir þangað til hann var yfirheyrður. Foulkes játaði glæpinn til að forðast frekari yfirheyrslur, og fór hann á sakaskrá fyrir vikið, en fékk ekki fangelsisdóm eða sekt. Í liðinni viku viðurkenndu lögregluyfirvöld í Kent svo að um mistök hefði verið að ræða, og Foulkes var tekinn af sakaskrá. „Einu skrefi nær því að sitja fyrir gyðingum á flugvellinum...“ Í október 2023 voru fjölmennar mótmælagöngur haldnar til stuðnings Palestínu í London, vegna stríðsátakanna sem brutust út eftir hryðjuverkaárásir Hamas 7. október. Suella Braverman, sem þá var innanríkisráðherra Bretlands, hafði kallað mótmælin „hatursgöngur.“ Julian Foulkes segir við Telegraph að hann hafi átt gyðingavini sem töldu sig ekki óhulta í London. Svo hafi hann 30. október séð fréttir af því að stór hópur fólks hefði ráðist inn á flugvöll í Dagestan í Rússlandi, til að sitja fyrir gyðingum á leið í landið. Daginn eftir það opnaði hann samfélagsmiðilinn X og sá færslu frá notandanum „Mr Ethical“ sem svaraði Suella Braverman og sagði: „Kæra Suella Braverman. Ég var einn af þeim sem sóttu þessar göngur sem þú kallar „hatursgöngur.“ Ef þú kallar mig gyðingahatara, þá mun ég kæra þig.“ Foulkes gerði athugasemd við þessa færslu og sagði: „Einu skrefi nær því að ryðjast inn á Heathrow flugvöll og sitja fyrir gyðingum...“ Foulkes var handtekinn daginn eftir. Orðskiptin sem um ræðir.Skjáskot Í samtali við Telegraph segir Foulkes að hann hefði mátt vera skýrari í svari sínu, en það ætti að vera öllum ljóst sem sáu samhengið að hann væri að vara við því hvert gyðingahatur gæti leitt mann. Segir tjáningarfrelsið í mikilli hættu Suella Braverman segir í samtali við Telegraph að saga Foulkes sé enn eitt dæmið sem sýni að tjáningarfrelsið sé í verulegri hættu í Bretlandi. „Lögregluyfirvöld þurfa að rannsaka það hvernig þetta gat gerst og biðja Foulkes afsökunar. Þau þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum sem voru skammarleg tímasóun og peningaeyðsla,“ segir hún. Foulkes sjálfur sagði um málið að tjáningarfrelsið ætti verulega undir högg að sækja í Bretlandi. Allison Pearson, dálkahöfundur Telegraph, var yfirheyrð af tveimur lögregluþjónum í kjölfar ummæla á X um Palestínumótmæli í mars síðastliðnum. Ian Austin, þingmaður verkamannaflokksins í Bretlandi, varð viðfang lögreglurannsóknar eftir að hafa kallað Hamas islömsk (Islamist) samtök. Þá fékk Julie Bindel, feminískur rithöfundur, heimsókn frá lögreglunni þegar færsla hennar um kynjafræði á X hafði verið tilkynnt sem hatursorðræða. Skoðuðu bækur Foulkes vandlega Í upptökum frá búkmyndavélum lögregluþjónanna sem handtóku Foulkes og gerðu húsleit, má sjá og heyra þegar lögreglumennirnir fara í gegnum eigur hans. Mennirnir gerðu ítarlega leit í öllum krókum og kimum hússins, háaloftinu, bílskúrnum og grömsuðu meira að segja í nærfataskúffu eiginkonu Foulkes. Þeir sýndu bókahillum Foulkes sérstaklega mikinn áhuga, en Foulkes á nokkrar bækur eftir Douglas Murray og einnig nokkrar um Evrópusambandið og útgöngu Breta þaðan. Á upptökum má heyra lögreglumennina segja „Þetta eru mjög brexit-legir hlutir“ á meðan þeir fara í gegnum eigur hans. Skjáskot úr búkmyndavél lögreglunnar. Bókin sem hann heldur á og sýndi félaga sínum er „The war on the west“ eftir Douglas Murray.Lögreglan í Kent Foulkes segir frá því að honum hafi verið ekið niður á lögreglustöð þar sem hann þurfti að dúsa í fangaklefa í átta klukkutíma þangað til hann var yfirheyrður. Þá hafi komið í ljós að lögreglan í Kent hefði handtekið hann á þeim forsendum að færslan væri gyðingahatursleg. „Meiningin var akkurat þveröfug. Ég sagði þeim að ef þeir hefðu séð færslurnar sem ég var að svara þá hefðu þeir skilið þetta. Þetta hefði bara tekið tvær mínútur. Þeir vildu ekki gera það.“ Foulkes fékk að fara heim en þurfti svo að játa glæpinn aðeins viku seinna, til að losna við frekari yfirheyrslur. Hann fór á sakaskrá fyrir vikið. Sumarið 2024 réði hann svo lögfræðing, Matthew Elkins, sem veitti honum aðstoð og var málið fellt niður og Foulkes tekinn af sakaskrá. „Þetta var mikill léttir, en þetta kostaði mig gríðarlegar fjárhæðir. Ég er ellilífeyrisþegi og má ekkert við þessu,“ sagði hann. Matthew Elkins, lögfræðingur Foulkes, sagði að mál Foulkes sýndi fram á það að lögregluyfirvöld ættu að setja tjáningarfrelsið aftur í forgang. Frelsið væri ekki tekið af okkur í einum hvelli heldur smám saman. „Lögreglan hefur nánast ómögulegt verkefni fyrir hendi ef hún ætlar að fylgjast svona svakalega með samfélagsmiðlum. Hún er ekki hrifin af því að fá á sig stimpil sem hugsanalögregla en þegar einhver eins og Julian Foulkes er dreginn frá heimili sínu virðist sá stimpill viðeigandi,“ sagði Matthew Elkins. England Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar X (Twitter) Bretland Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greinir frá. Julian Foulkes var handtekinn 2. nóvember 2023 á heimili sínu í Gillingham í Kent-héraði á Englandi þegar sex lögregluþjónar birtust heima hjá honum í kjölfar ummæla sem hann lét falla á X. Lögregluþjónarnir gerðu umfangsmikla húsleit á heimili hans, og námu á brott tölvu hans og síma. Foulkes var í kjölfarið handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann þurfti að dúsa í átta klukkustundir þangað til hann var yfirheyrður. Foulkes játaði glæpinn til að forðast frekari yfirheyrslur, og fór hann á sakaskrá fyrir vikið, en fékk ekki fangelsisdóm eða sekt. Í liðinni viku viðurkenndu lögregluyfirvöld í Kent svo að um mistök hefði verið að ræða, og Foulkes var tekinn af sakaskrá. „Einu skrefi nær því að sitja fyrir gyðingum á flugvellinum...“ Í október 2023 voru fjölmennar mótmælagöngur haldnar til stuðnings Palestínu í London, vegna stríðsátakanna sem brutust út eftir hryðjuverkaárásir Hamas 7. október. Suella Braverman, sem þá var innanríkisráðherra Bretlands, hafði kallað mótmælin „hatursgöngur.“ Julian Foulkes segir við Telegraph að hann hafi átt gyðingavini sem töldu sig ekki óhulta í London. Svo hafi hann 30. október séð fréttir af því að stór hópur fólks hefði ráðist inn á flugvöll í Dagestan í Rússlandi, til að sitja fyrir gyðingum á leið í landið. Daginn eftir það opnaði hann samfélagsmiðilinn X og sá færslu frá notandanum „Mr Ethical“ sem svaraði Suella Braverman og sagði: „Kæra Suella Braverman. Ég var einn af þeim sem sóttu þessar göngur sem þú kallar „hatursgöngur.“ Ef þú kallar mig gyðingahatara, þá mun ég kæra þig.“ Foulkes gerði athugasemd við þessa færslu og sagði: „Einu skrefi nær því að ryðjast inn á Heathrow flugvöll og sitja fyrir gyðingum...“ Foulkes var handtekinn daginn eftir. Orðskiptin sem um ræðir.Skjáskot Í samtali við Telegraph segir Foulkes að hann hefði mátt vera skýrari í svari sínu, en það ætti að vera öllum ljóst sem sáu samhengið að hann væri að vara við því hvert gyðingahatur gæti leitt mann. Segir tjáningarfrelsið í mikilli hættu Suella Braverman segir í samtali við Telegraph að saga Foulkes sé enn eitt dæmið sem sýni að tjáningarfrelsið sé í verulegri hættu í Bretlandi. „Lögregluyfirvöld þurfa að rannsaka það hvernig þetta gat gerst og biðja Foulkes afsökunar. Þau þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum sem voru skammarleg tímasóun og peningaeyðsla,“ segir hún. Foulkes sjálfur sagði um málið að tjáningarfrelsið ætti verulega undir högg að sækja í Bretlandi. Allison Pearson, dálkahöfundur Telegraph, var yfirheyrð af tveimur lögregluþjónum í kjölfar ummæla á X um Palestínumótmæli í mars síðastliðnum. Ian Austin, þingmaður verkamannaflokksins í Bretlandi, varð viðfang lögreglurannsóknar eftir að hafa kallað Hamas islömsk (Islamist) samtök. Þá fékk Julie Bindel, feminískur rithöfundur, heimsókn frá lögreglunni þegar færsla hennar um kynjafræði á X hafði verið tilkynnt sem hatursorðræða. Skoðuðu bækur Foulkes vandlega Í upptökum frá búkmyndavélum lögregluþjónanna sem handtóku Foulkes og gerðu húsleit, má sjá og heyra þegar lögreglumennirnir fara í gegnum eigur hans. Mennirnir gerðu ítarlega leit í öllum krókum og kimum hússins, háaloftinu, bílskúrnum og grömsuðu meira að segja í nærfataskúffu eiginkonu Foulkes. Þeir sýndu bókahillum Foulkes sérstaklega mikinn áhuga, en Foulkes á nokkrar bækur eftir Douglas Murray og einnig nokkrar um Evrópusambandið og útgöngu Breta þaðan. Á upptökum má heyra lögreglumennina segja „Þetta eru mjög brexit-legir hlutir“ á meðan þeir fara í gegnum eigur hans. Skjáskot úr búkmyndavél lögreglunnar. Bókin sem hann heldur á og sýndi félaga sínum er „The war on the west“ eftir Douglas Murray.Lögreglan í Kent Foulkes segir frá því að honum hafi verið ekið niður á lögreglustöð þar sem hann þurfti að dúsa í fangaklefa í átta klukkutíma þangað til hann var yfirheyrður. Þá hafi komið í ljós að lögreglan í Kent hefði handtekið hann á þeim forsendum að færslan væri gyðingahatursleg. „Meiningin var akkurat þveröfug. Ég sagði þeim að ef þeir hefðu séð færslurnar sem ég var að svara þá hefðu þeir skilið þetta. Þetta hefði bara tekið tvær mínútur. Þeir vildu ekki gera það.“ Foulkes fékk að fara heim en þurfti svo að játa glæpinn aðeins viku seinna, til að losna við frekari yfirheyrslur. Hann fór á sakaskrá fyrir vikið. Sumarið 2024 réði hann svo lögfræðing, Matthew Elkins, sem veitti honum aðstoð og var málið fellt niður og Foulkes tekinn af sakaskrá. „Þetta var mikill léttir, en þetta kostaði mig gríðarlegar fjárhæðir. Ég er ellilífeyrisþegi og má ekkert við þessu,“ sagði hann. Matthew Elkins, lögfræðingur Foulkes, sagði að mál Foulkes sýndi fram á það að lögregluyfirvöld ættu að setja tjáningarfrelsið aftur í forgang. Frelsið væri ekki tekið af okkur í einum hvelli heldur smám saman. „Lögreglan hefur nánast ómögulegt verkefni fyrir hendi ef hún ætlar að fylgjast svona svakalega með samfélagsmiðlum. Hún er ekki hrifin af því að fá á sig stimpil sem hugsanalögregla en þegar einhver eins og Julian Foulkes er dreginn frá heimili sínu virðist sá stimpill viðeigandi,“ sagði Matthew Elkins.
England Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar X (Twitter) Bretland Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira