Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar 7. maí 2025 18:01 Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun