Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. maí 2025 07:00 „Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun