„Því miður er þetta þrautalending“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 13:01 Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf neyðarúrræði að bera fólk út. Vísir/Anton Brink Íbúi í húsnæði á vegum Félagsbústaða var í morgun borinn út þar sem hún hefur neitað að greiða leigu vegna nágranna sem hrellir aðra íbúa. Nágranninn fær á meðan að búa þar áfram. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir fólk ekki borið út nema búið sé að reyna allt til að leysa mál þeirra. Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún. Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá því að bera ætti konu út úr húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Konan hafði neitað að greiða leigu um nokkurt skeið, og bar fyrir sig að önnur kona sem býr í húsinu haldi öllum íbúum í heljargreipum og því hafi hún ekki viljað borga. Konan var borin út í morgun á meðan konan sem hrellir nágrannana býr þar enn. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir það alltaf lokaúrræði að bera fólk út. „Það þurfa allir að borga leigu. Ef það gerist ítrekað, það safnast upp og það er enginn vilji eða geta til að borga, þá því miður er þetta þrautalending. Þetta gerist ekki oft sem betur fer,“ segir Sigrún. Hún geti ekki tjáð sig um mál einstaka íbúa, en þegar kvartað er undan íbúum sé það rannsakað. „Hvort sem það er þarna eða annars staðar, ef það er ekki allt með felldu í stigagöngum eða fólki líður á einhvern hátt illa, þá tökum við á slíkum málum. Við könnum þau og reynum að gera það sem við getum til þess að leysa úr og skapa aðstæður þar sem fólki finnst það öruggt og getur liðið vel. Fólki er alltaf fyrst gefið tækifæri á að bæta ráð sig. Það rætt við það og málin könnuð. En málin geta endað leiðinlega. Og óheppilega fyrir þann sem í hlut á,“ segir Sigrún. Faðir konunnar sem var borin út kallaði eftir því í gær að Félagsbústaðir fái leiguna beint frá Tryggingastofnun í stað þess að örorkubætur séu afhentar fíkli sem á það til að nota peninginn í annað. „Auðvitað myndi það stuðla að auknu húsnæðisöryggi fyrir suma. En alls ekki alla. Þetta er alls ekki nauðsynlegt í langflestum tilvikum. En stundum væri það til þess að auka húsnæðisöryggi viðkomandi en það er ekki heimilt samkvæmt lögum eða reglum að hafa það fyrirkomulag,“ segir Sigrún.
Reykjavík Félagsmál Fíkn Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira