Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 17:23 Jón Mýrdal var í rólegheitunum heima við að annast son sinn þegar hann fékk meldingu um að verið væri að innsigla stað hans. Klukkan hálf tvö. En opinberir starfsmenn hætta störfum klukkan tvö á föstudögum og ekkert hægt að gera. vísir/ernir Búið er að innsigla Kastrup. Jón Mýrdal vert á Kastrup var heima þegar hann fékk óvænt og sér til mikillar hrellingar boð um að það væri búið að loka staðnum hans. „Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“ Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“
Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira