Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2025 18:54 Minni brúin yfir Djúpafjörð verður 58 metra löng. Fjær sést fyrirhugaður áningarstaður við eyðibýlið á Grónesi, milli Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Vegagerðin Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Þetta er næstsíðasti áfangi einhverrar umdeildustu vegagerðar á Íslandi, sem jafnan er kennd við Teigsskóg. Áður var búið að brúa Þorskafjörð, sem þýddi níu kílómeta styttingu, og leggja þjóðveginn um Teigsskóg. Einnig er lokið gerð tengivega að sveitabæjum í Gufudal og Djúpadal, sem tímabundið eru hluti Vestfjarðavegar. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng. Fjær sér inn í Brekkudal.Vegagerðin Í dag opnaði Vegagerðin tilboð í smíði annars vegar 58 metrar langa brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metrar langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar og rofvarnar. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina. Fjórir verktakar buðu í brúasmíðina, þar af einn frá Noregi, Leonhard Nilsen & Sønner, en verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hæsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á tæpa 2,2 milljarða króna, eða 34 prósent yfir áætlun. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið 30. september á næsta ári, eftir sautján mánuði. Forsenda verksins er gerð 3,6 kílómetra langra vegfyllinga yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, sem Borgarverk annast. Borgarverk smíðaði einnig bráðabirgðabrú yfir í Grónes vegna smíði varanlegu brúnna. Vegagerðin um Gufudalssveit var skýrð í þessari frétt Stöðvar 2 í lok nóvember 2023 þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg var opnaður: Lokaáfanginn er hins vegar eftir. Það er smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð. Sú brú verður í stíl við brúna yfir Mjóafjörð í Djúpi og nýju Eldvatnsbrúna í Skaftárhreppi. Brúin verður smíðuð á verkstæði en sett saman á staðnum. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Gufudalssveitar hjá Vegagerðinni, er stefnt á að bjóða það verk út í haust. Hann segir enn óvíst um verklok. Fyrirhuguð brú yfir mynni Gufufjarðar ásamt vegfyllingum.Vegagerðin Með þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar fæst tólf kílómetra stytting. Með framkvæmdunum í heild styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og verður eingöngu láglendisvegur um Gufudalssveit. Fyrirhuguð veglína yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar um Grónes.Vegagerðin Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árborg Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Þetta er næstsíðasti áfangi einhverrar umdeildustu vegagerðar á Íslandi, sem jafnan er kennd við Teigsskóg. Áður var búið að brúa Þorskafjörð, sem þýddi níu kílómeta styttingu, og leggja þjóðveginn um Teigsskóg. Einnig er lokið gerð tengivega að sveitabæjum í Gufudal og Djúpadal, sem tímabundið eru hluti Vestfjarðavegar. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng. Fjær sér inn í Brekkudal.Vegagerðin Í dag opnaði Vegagerðin tilboð í smíði annars vegar 58 metrar langa brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metrar langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar og rofvarnar. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina. Fjórir verktakar buðu í brúasmíðina, þar af einn frá Noregi, Leonhard Nilsen & Sønner, en verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hæsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á tæpa 2,2 milljarða króna, eða 34 prósent yfir áætlun. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið 30. september á næsta ári, eftir sautján mánuði. Forsenda verksins er gerð 3,6 kílómetra langra vegfyllinga yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, sem Borgarverk annast. Borgarverk smíðaði einnig bráðabirgðabrú yfir í Grónes vegna smíði varanlegu brúnna. Vegagerðin um Gufudalssveit var skýrð í þessari frétt Stöðvar 2 í lok nóvember 2023 þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg var opnaður: Lokaáfanginn er hins vegar eftir. Það er smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð. Sú brú verður í stíl við brúna yfir Mjóafjörð í Djúpi og nýju Eldvatnsbrúna í Skaftárhreppi. Brúin verður smíðuð á verkstæði en sett saman á staðnum. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Gufudalssveitar hjá Vegagerðinni, er stefnt á að bjóða það verk út í haust. Hann segir enn óvíst um verklok. Fyrirhuguð brú yfir mynni Gufufjarðar ásamt vegfyllingum.Vegagerðin Með þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar fæst tólf kílómetra stytting. Með framkvæmdunum í heild styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi, og verður eingöngu láglendisvegur um Gufudalssveit. Fyrirhuguð veglína yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar um Grónes.Vegagerðin
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árborg Tengdar fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10 Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20. apríl 2025 10:10
Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00