Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2025 12:31 Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimir Már Pétursson Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Flokkur fólksins Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðavíkurhreppi. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni. Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins. Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins. Sveitarfélag Félagslegar leiguíbúðir Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa Hlutfall af fullbúnum íbúðum Reykjavíkurborg 2.870 20,7 4,9% Kópavogsbær 453 11,3 3,0% Hafnarfjarðarkaupstaður 282 8,9 2,4% Reykjanesbær 221 9,8 2,6% Garðabær 44 2,2 0,6% Akureyrarbær 302 15,1 3,4% Mosfellsbær 43 3,1 0,9% Sveitarfélagið Árborg 15 1,2 0,3% Akraneskaupstaður 36 4,3 1,1% Múlaþing 49 9,4 2,2% Seltjarnarnesbær 14 3,1 0,8% Vestmannaeyjabær 38 8,5 2,0% Skagafjörður 58 13,4 2,9% Borgarbyggð 18 4,4 0,9% Suðurnesjabær 27 6,6 1,9% Hveragerðisbær 7 2,1 0,5% Norðurþing 22 7,1 1,6% Sveitarfélagið Ölfus 16 5,8 1,6% Rangárþing eystra 7 3,4 0,8% Rangárþing ytra 6 3,1 0,7% Dalvíkurbyggð 8 4,2 1,0% Sveitarfélagið Vogar 1 0,6 0,1% Snæfellsbær 19 11,4 2,6% Þingeyjarsveit 5 3,4 0,7% Húnabyggð 9 6,6 1,4% Bláskógabyggð 7 5,1 1,2% Sveitarfélagið Stykkishólmur 6 4,7 1,0% Húnaþing vestra 14 11,6 2,3% Eyjafjarðarsveit 10 8,4 2,3% Mýrdalshreppur 7 7,3 2,2% Hrunamannahreppur 10 10,9 3,0% Hörgársveit 1 1,2 0,3% Vopnafjarðarhreppur 7 10,8 2,3% Skaftárhreppur 8 12,8 2,9% Langanesbyggð 6 10,7 2,2% Sveitarfélagið Skagaströnd 15 32,5 7,0% Grýtubakkahreppur 4 10,3 2,5% Súðavíkurhreppur 6 28,7 5,4% Árneshreppur 1 16,7 2,3% Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar