Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. apríl 2025 14:37 Albert Jónsson var sendiherra í Bandaríkjunum árin 2006 til 2009, og í Rússlandi 2011 til 2016. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira